Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Starfsfólk á skíðasvæðið í Oddsskarð

Langar þig að vinna í frábærri vinnu á fallegasta skíðasvæði Íslands?

Skíðamiðstöðin Oddskarði óskar eftir að ráða til sín starfsfólk fyrir skíðaveturinn 2024-2025.

Í boði eru tímabundið starf svæðisstjóra og 60-100% vaktavinna

Einnig eru í boði störf í tímavinnu.

Vinna fer fram seinnipart dags og um helgar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Lyftuvarsla, uppsetning í byrjun dags og frágangur í lok dags .
  • Skálavarsla, gera klárt fyrir opnun innandyra og aðstoða í skíðaleigu- og afreiðslu.
  • Aðstoða gesti við að komast í og úr skíðalyftum ásamt stjórnun á skíðalyftum.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Umsækjendur þurfa að hafa góða þjónustulund.
  • Geta unnið sjálfstætt og undir álagi.
  • Hafa gaman af útiveru.
  • Mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með mannleg samskipti, geti lesið í umhverfi sitt, sýni frumkvæði í starfi og sé tilbúin að takast á við skemmtilegt starf.
  • Gerð er krafa um gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
  • Bílpróf er nauðsynlegt.
Auglýsing birt18. október 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar