Skjala- og þjónustufulltrúi
Ert þú dugmikill einstaklingur með reynslu af almenn skrifstofustörfum s.s. ritvinnslu, símavörslu, skjalavörslu, skýrslugerð og undirbúning og móttöku vegna funda og námskeiða? Vilt þú taka þátt í starfi öflugs og samheldins hóps starfsmanna fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar? Þá erum við að leita að þér!
Fjarðabyggð er öflugt, vaxandi samfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni allra íbúa. Á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og stuðning starfsmanna í teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast stuðningsþörfum ólíkra einstaklinga með það markmið að efla lífsgæði og hagsæld þeirra.
Starfslýsing: Starf skjala- og þjónustufulltrúi heyrir undir sviðstjóra fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar. Starfsmaður sinnir mótöku þjónustuþega ásamt almenn skrifstofustörfum s.s. ritvinnslu, símavörslu, skjalavörslu, skýrslugerð og undirbúning og móttöku vegna funda og námskeiða.
- Stoðþjónusta við starfsmenn, stjórnendur og ráðgjafa fjölskyldusviðs.
- Umsjón með móttöku, skráningu og vísan skjala á ábyrgðaraðila í skjalakerfi.
- Tekur við símtölum þjónustunotenda fjölskyldusviðs, aðstoðar og leiðbeinir þeim skv. þjónustulýsingu.
- Afleysing vegna verkefna er heyra undir starf afgreiðslufulltrúa og símavarðar, þ.m.t. undirbúningur funda.
- Utanumhald og skipulag vegna námskeiða fyrir skólastofnanir Fjarðabyggðar.
- Sér um að rita fundi að beiðni sviðstjóra.
- Framhaldsskólamenntun.
- Reynsla af þjónustu- og skrifstofustörfum.
- Reynsla og þekking í notkun upplýsingatæknikerfa
- Góð íslenska og íslensk ritfærni, önnur tungumálakunnátta er kostur
- Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulipurð.
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði.
- Vinnutímastytting
- Íþrótta- og tómstundarstyrkur