Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg

Vakststjóri Dalslaug

Dalslaug óskar eftir vaktstjóra til starfa!

Um er að ræða 100% starf í vaktavinnu.

Sundlaugarnar eru tilvalinn starfsvettvangur fyrir fólk sem vill vinna í fjörugu og skemmtilegu umhverfi og hefur ánægju af því að umgangast og þjónusta viðskiptavini.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýrir verkaskiptingu á milli starfsfólks. 
  • Sér um skipulagningu vakta og afleysingu vegna fjarvista og veikinda.
  • Móttaka og þjálfun nýs starfsfólks á vakt samkvæmt verkferlum (þjálfunaráætlun). 
  • Hefur eftirlit með húsnæði, áhöldum, leiktækjum og vélbúnaði, kemur ábendingum áleiðis eftir því sem við á ásamt því að lagfæra og þrífa eftir því sem við verður komið. 
  • Hefur eftirlit með afgreiðslu og kortakerfi ásamt skiptimynt og uppgjöri. 
  • Sér um innkaup í samráði við forstöðumann.
  • Sér um móttöku á vörum og frágangi eða förgun á sorpi. 
  • Stýrir vaktfundum einu sinni til tvisvar í mánuði. 
  • Stýrir neyðaræfingum mánaðarlega.
  • Þátttaka í vaktstjórafundum og forstöðumannafundum eftir þörfum. 
  • Ber ábyrgð á í samráði við forstöðumann að stefnum Reykjavíkurborgar sé framfylgt. 
  • Annast önnur þau störf sem vaktstjóra kunna að vera falin af forstöðumanni og falla innan eðlilegs stafsviðs hans. 
  • Vaktstjóri ber ábyrgð á vaktinni og er verkstjórnandi þar sem hann hefur umsjón með daglegum störfum starfsfólks. Vaktstjóri heyrir sjálfur undir forstöðumann.
  • Yfirumsjón með skipulagningu, eftirliti og mönnun vakta. 
  • Framkvæmd og eftirlit með öryggismálum, upplýsingar um öryggismál til starfsfólks og gesta. 
  • Ber ábyrgð á að unnið sé samkvæmt starfs- og verklýsingum og umgengnisreglum.
  • Vaktstjóri ber ábyrgð á daglegu uppgjöri og hefur yfirumsjón með afgreiðslu- og kortakerfi.
  • Vaktstjóri ber ábyrgð á að reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum sé framfylgt.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun sem nýtist í starfi sambærileg stúdents- eða sveinsprófi eða jafngildrar þekkingar á starfssviðinu. 
  • Nám eða námskeið á sviði stjórnunar eða þjónustumála. 
  • Reynsla af verk- og starfsmannastjórnun.
  • Reynsla af þjónustustarfi. 
  • Skipulagshæfileikar. 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Þjónustulund. 
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. 
  • Almenn tölvukunnátta skilyrði. 
  • Gott vald á íslensku máli. 
  • Kunnátta í ensku æskileg. 
  • Krafa um endurmenntun í skyndihjálp og sérhæft námskeið um björgun úr laug og æskilegt að standast árlegt hæfnispróf laugarvarða. 
  • Hreint sakavottorð. 
  • Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. 
  • Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sameykis. 
Fríðindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur. 
  • Sundkort. 
  • Menningarkort.
Auglýsing birt20. nóvember 2024
Umsóknarfrestur11. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Úlfarsbraut 122-124, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar