Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Starfsmaður við Salalaug - Kona

Starfsmaður við Salalaug - Kona

Salalaug er staðsett við Versali í salahverfi Kópavogs. Sundlaugin var formlega opnuð á sumardaginn fyrsta árið 2005. Þar eru sundlaugar úti og inni ásamt heitum pottum, köldum potti, gufubaði og rennibrautum. Hjá lauginni starfa rúmlega tuttugu manns, við þjónustustörf, þrif og öryggisgæslu.

Laust er til umsóknar fullt starf við laugarvörslu, þrif, baðvörslu í búningsklefum kvenna og í móttöku sundlaugarinnar. Unnið er á vöktum. Um framtíðarstarf er að ræða í 100% starfshlutfalli.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta við viðskiptavini
  • Öryggisgæsla
  • Þrif og eftirlit með mannvirkinu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Allgóð sundkunnátta áskilin.
  • Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og vera reglusamir, samviskusamir, vinnusamir og þjónustulundaðir.
  • Athugið að starfið hentar ekki síður þeim sem eru komnir á og yfir miðjan aldur en þeim sem yngri eru.
  • Eingöngu kvenmenn koma til greina í starfið.
Auglýsing birt8. nóvember 2024
Umsóknarfrestur8. desember 2024
Laun (á mánuði)700.000 - 900.000 kr.
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Versalir 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SundPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar