Fulltrúi í þjónustuver
Lyfjastofnun óskar eftir að ráða fulltrúa í þjónustuver. Viðkomandi mun sinna móttöku viðskiptavina og bera ábyrgð á þjónustu og dreifingu erinda sem berast í pósthólf Lyfjastofnunar ásamt því að þjónusta bæði starfsfólk og hagsmunaaðila. Leitað er að jákvæðum, sveigjanlegum, drífandi og þjónustulunduðum einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni. Um er að ræða 100% starf og er kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst. Gert er ráð fyrir að viðkomandi sé með viðveru á opnunartíma Lyfjastofnunar.
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
- Umsjón erinda sem berast í pósthólf Lyfjastofnunar
- Vöktun netspjalls og símtalsbeiðna
- Vörumóttaka og móttaka viðskiptavina
- Samskipti við þjónustuaðila og viðskiptavini
- Innkaup á rekstrarvörum og aðföngum
- Þátttaka í innkaupum og aðstoð vegna stærri viðburða á vegum Lyfjastofnunar
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi
- Góð skipulagshæfni ásamt ríkri þjónustulund og jákvæðni
- Mjög góð teymisvitund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði
- Góð almenn tölvuþekking
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
Hlutverk Lyfjastofnunar er að tryggja öryggi landsmanna með greiðu aðgengi að lyfjum og lækningatækjum, faglegri þjónustu og hlutlausri upplýsingagjöf byggðri á nýjustu þekkingu. Helstu hlutverk hennar eru að gefa út markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi, hafa eftirlit með lyfjamarkaðnum, lækningatækjum o.fl., meta gæði og öryggi lyfja ásamt því að tryggja faglega upplýsingagjöf í málaflokkum stofnunarinnar. Hjá Lyfjastofnun starfa tæplega 70 starfsmenn. Lyfjastofnun leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, starfsþróun og framfylgir stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Gildi Lyfjastofnunar eru gæði – traust – þjónusta. Sjá nánari upplýsingar um Lyfjastofnun á vef stofnunarinnar www.lyfjastofnun.is.
Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Lyfjastofnun hefur hlotið jafnlaunavottun og eru laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttarfélags. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Nánari upplýsingar veita Lea Kristín Guðmundsdóttir (leakristin@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.