Sjúkraliði á heila-, tauga- og öldrunarbæklunarskurðdeild
Við auglýsum eftir sjúkraliða til starfa á heila-, tauga- og öldrunarbæklunarskurðdeild B6 í Fossvogi. Einstaklega góður starfsandi ríkir á deildinni, mikil teymisvinna og lögð er áhersla á að taka vel á móti nýju samstarfsfólki og veita góða einstaklingsmiðaða aðlögun. Starfið er laust skv. samkomulagi. Unnið er í vaktavinnu og er starfshlutfall samkomulag.
Deildin þjónustar sjúklinga eftir aðgerð eða áverka á heila, mænu og taugum. Hágæslueining fyrir heila- og taugaskurðsjúklinga er einnig starfsrækt innan deildarinnar. Auk þess þjónustar deildin einstaklinga 67 ára og eldri sem hljóta mjaðmabrot. Unnið er eftir hugmyndafræði um flýtibata og mikil áhersla er á teymisvinnu og þverfaglegt samstarf. Nýútskrifaðir sjúkraliðar eru velkomnir.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.