Hjúkrunarfræðingur á heila-, tauga- og öldrunarbæklunarskurðdeild
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á heila-, tauga- og öldrunarbæklunarskurðdeild B6 í Fossvogi . Starfið er laust skv. samkomulagi. Unnið er í vaktavinnu og er starfshlutfall samkomulag.
Á B6 starfar um 60 manna samheldinn hópur fagfólks og við bjóðum nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga jafnt sem reynslumikla velkomna í hópinn. Hjá okkur ríkir einstaklega góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði. Áhersla er lögð á framþróun og símenntun starfsfólks og er öllum nýliðum veitt góð einstaklingshæfð aðlögun.
Deildin þjónustar sjúklinga eftir aðgerð eða áverka á heila, mænu og taugum. Hágæslueining fyrir heila- og taugaskurðsjúklinga er einnig starfsrækt innan deildarinnar. Auk þess þjónustar deildin einstaklinga 67 ára og eldri sem hljóta mjaðmabrot. Unnið er eftir hugmyndafræði um flýtibata og mikil áhersla er á teymisvinnu og þverfaglegt samstarf.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð
- Skipuleggja og veita fræðslu til sjúklinga og aðstandenda
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Fylgjast með nýjungum innan hjúkrunar
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar
- Hæfni og geta til að vinna í teymi
- Íslenskukunnátta