Límtré Vírnet ehf
Límtré Vírnet er íslenskt iðnfyrirtæki og starfsstöðvar þess byggja á áratuga löngum framleiðsluferlum. Starfsfólk okkar er einnig með áratuga starfsreynslu við framleiðslu og sölu á gæðavörum fyrir byggingariðnaðinn á Íslandi.
Starfsstöðvar okkar eru á þremur stöðum á landinu. Höfuðstöðvar okkar eru á Lynghálsi, þar sem innkaupadeild, fjármálastjóri og byggingadeild er starfrækt ásamt afgreiðslu á helstu lagervörum fyrirtækisins. Í Borgarnesi er framleitt valsað stál og ál til klæðninga utanhúss og innanhúss, ásamt framleiðslu á milliveggjastoðum úr stáli.
Í Borgarnesi eru einnig reknar blikksmiðja og járnsmiðja.
Á Flúðum er svo framleiðsla á límtré og steinullareiningum.
Söludeildir fyrirtækisins er starfræktar á Lynghálsi 2 í Reykjavík og á Borgarbraut 74 í Borgarnesi.
Hönnuður á byggingadeild
Vegna aukinna verkefna auglýsir Límtré Vírnet eftir byggingatæknifræðingi
eða byggingaverkfræðingi til starfa á byggingadeild fyrirtækisins að Lynghálsi 2 í Reykjavik.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun á límtrésburðarvirki fyrir byggingar og klæðningar
- Deilihönnun og teiknivinna fyrir límtréshús með steinullareiningum
- Þróunarvinna við hús með límtrésbitum og steinullareiningum
- Vinnslu fyrirspurna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Byggingatæknifræði B.Sc./Byggingaverkfræði M.Sc.
- Þekking á teikni- og hönnunarforritum
- Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
- Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Hæfni í mannlegum samskipum
- Iðnmenntun er kostur
Auglýsing birt7. nóvember 2024
Umsóknarfrestur24. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
TæknifræðingurVerkfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Deildarstjóri á gæðatrygginga-og gæðaeftirlitsdeild
Coripharma ehf.
Sérfræðingur í umsjónardeild á Suðursvæði
Vegagerðin
Ráðgjafar á Stuðlum
Stuðlar, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga
Kennari í rafiðngreinum
Verkmenntaskólinn á Akureyri
Tjónaskoðun
Toyota
Sérfræðingur Flugvallarþjónustu
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Söludrifinn starfsmaður óskast
Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf
Sérfræðingur í gagnavísindum og hermun aflkerfa
Veitur
Verkefnalóðs
Landsnet hf.
Verkefnastjóri framkvæmda
Landsnet hf.
Eignaumsýslusvið - Verkefnastjóri viðhalds og verkframkvæmda
Reykjanesbær
Rafvirki / Rafeindavirki til starfa í Tæknideild
Nortek