Bláa Lónið
Bláa Lónið
Bláa Lónið

Skapandi texta- og hugmyndasmiður

Bláa Lónið leitar að öflugum aðila í tímabundna stöðu skapandi texta- og hugmyndasmiðs. Um afleysingu í fæðingarorlofi er að ræða. Starfið tilheyrir markaðsdeild Bláa Lónsins hf. en deildin ber ábyrgð á markaðssetningu allra vörumerkja fyrirtækisins. Viðkomandi mun vera hluti af samheldnu teymi sérfræðinga sem gegna ólíkum hlutverkum og vinnur ötullega að því að markaðssetja vörur og þjónustu félagsins um allan heim. Möguleiki er á framtíðarstarfi fyrir réttan aðila.
Helstu verkefni og ábyrgð
 
  • Textagerð á ensku og íslensku fyrir vörumerki félagsins, s.s. auglýsingatextar, fréttatilkynningar, samfélagsmiðlatextar, vefsíðutextar, handritsgerð fyrir kvikmyndað efni, textun á lifandi efni, þýðingar, prófarkalestur og ritstýring.
  • Tryggja að rödd og tónn hvers vörumerkis sé skýr og reglum framfylgt.
  • Hugmyndavinna, greiningar á tækifærum og samstarf þvert á deildir.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
 
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða haldbær reynsla af sambærilegu starfi.
  • Þekking á eða reynsla af vefumsjónarkerfum er kostur.
  • Áhugi á nýrri tækni sem nýtist í starfi.
  • Yfirgripsmikil þekking á helstu ritvinnsluforritum, SharePoint-reynsla er kostur.
  • Framúrskarandi ensku- og íslenskukunnátta er skilyrði, bæði í ræðu og riti.
  • Næmni fyrir blæbrigðum tungumálsins og yfirgripsmikil málfræðiþekking á ensku og íslensku.
  • Lausnamiðað hugarfar og auga fyrir smáatriðum.
  • Færni í samskiptum, jákvæðni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
 
Auglýsing birt15. nóvember 2024
Umsóknarfrestur25. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Urriðaholtsstræti 2-4, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.ÍmyndarsköpunPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.RitstýringPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Textagerð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar