Pósturinn
Pósturinn
Pósturinn

Ráðagóður ritstjóri

Ert þú orðheppinn textasnillingur með ástríðu og auga fyrir góðri framsetningu ritaðs efnis?

Markaðsdeild Póstsins er nú á höttunum eftir úrræðagóðum sérfræðingi í efnismarkaðssetningu til að sinna ritstjórn og leiða efnisstefnu vörumerkisins. Í starfinu felst meðal annars textasmíð og yfirlestur markaðs- og kynningarefnis Póstsins. Leitað er að jákvæðum einstaklingi sem sýnir frumkvæði og hefur mikla samskiptahæfileika.

Viðkomandi verður hluti af þéttu og metnaðarfullu teymi sem leggur áherslu á að það sé gaman í vinnunni og að hver og einn fái að vaxa í sínu hlutverki. Hjá Póstinum leggjum við áherslu á stafrænar lausnir og góða upplifun viðskiptavina og leikur viðkomandi starfsmaður þar stórt hlutverk.

Ef þú hefur áhuga þá viljum við endilega heyra frá þér!

Ábyrgð og helstu verkefni :

  • Ábyrgð á efnismarkaðssetningu Póstsins
  • Leiða stefnu og samræma tón fyrir vörumerki Póstsins í samræmi við vörumerkjastaðal og lykilmarkmið félagsins
  • Dagleg umsjón, skrif, yfirlestur og ritstjórn efnis sem Pósturinn sendir frá sér á öllum helstu snertiflötum
  • Þátttaka í hugmyndavinnu, mótun herferða og ýmis önnur verkefni með markaðsdeild
  • Innleiða nýjungar á sviði efnisgerðar og fylgja þeim eftir.

Æskileg þekking og reynsla:

  • Framúrskarandi vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Reynsla af textasmíð og ritstjórn
  • Áhugi og þekking á markaðsmálum og miðlun
  • Skapandi hugsun og lausnamiðuð nálgun
  • Reynsla af skrifum á fréttatilkynningum og öðru efni fyrir fjölmiðla er kostur
  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 24. nóvember. Öllum umsækjendum verður svarað og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Inga Jónsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar, í tölvupósti kristinj@postur.is.

Hjá Póstinum starfar lausnamiðað starfsfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi er í forgrunni. Pósturinn leggur sitt lóð á vogarskálar til að stuðla að sjálfbærni og hefur uppfyllt öll markmið Grænna skrefa. Pósturinn er jafnlaunavottað fyrirtæki.

Auglýsing birt14. nóvember 2024
Umsóknarfrestur24. nóvember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar