Sölu- og markaðsfulltrúi
Reon leitar að skapandi og drífandi sölu-og markaðsfulltrúa. Reon er 13 ára gamalt hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf, hönnun og þróun á vönduðum og notendamiðuðum hugbúnaðarlausnum.
Hjá Reon starfa í kringum 30 sérfræðingar í hugbúnaðargerð. Reon leggur áherslu á gott vinnuumhverfi með nokkuð frjálsum vinnustað- og tíma. Við veljum okkur krefjandi, skemmtileg og fjölbreytt verkefni og vinnum bæði með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins og startup fyrirtækjum. Reon hefur m.a. gefið út Krónu appið, Skannað og Skundað, vefverslun Elko og veflausnir Varðar. Meðal viðskiptavina eru Nova, Icewear, N1 og Elko.
Sölu-og markaðsfulltrúi hjá Reon:
-
tekur virkan þátt með sölustjóra í sölu á þjónustu og eigin hugbúnaðarlausnum Reon
-
vinnur markaðsáætlun í samvinnu við framkvæmdastjóra og ber ábyrgð á framkvæmd
-
ber ábyrgð á samfélagsmiðlum Reon og eigin hugbúnaðarlausna Reon
-
hefur umsjón með vefsíðu Reon
-
vinnur markaðsefni fyrir Reon og eigin hugbúnaðarlausnir Reon í samvinnu við hönnuði Reon
-
vinnur að fréttatilkynningum fyrir hönd Reon
-
vinnur náið með sölustjóra og framkvæmdastjóra í hugmyndavinnu og að hrinda hugmyndum í framkvæmd sem snúa að markaðsmálum, sölu, þjónustu við viðskiptavini o.fl.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
-
Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
-
Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
-
Reynsla af stafrænum markaðsmálum
-
Almenn þekking og/eða áhugi á hugbúnaðarlausnum
-
Framúrskarandi samskiptahæfileikar
-
Sköpunargleði, frumkvæði og dugnaður
Fjöldi fríðinda eru í boði fyrir starfsfólk svo sem sími og internet heima, fullir skápar af drykkjum og snarli, niðurgreiddur hádegismatur á veitingastöðum í kring t.d. á Borg29 o.fl. Vinnutími er nokkuð frjáls og möguleikar á fjarvinnu.
Nýlega voru gerðar upp skrifstofur Reon í Borgartúni og bjóðum við nú upp á framúrskarandi vinnuaðstöðu þar sem er mikið lagt upp úr þægindum, lýsingu, hljóðvist og möguleikum á bæði miklu næði og góðri samvinnu. Á skrifstofunni er einnig líkamsræktaraðstaða fyrir starfsfólk Reon. Virk skemmtinefnd sér um að halda uppi fjörinu starfsmönnum að kostnaðarlausu og árlega er farið í árshátíðarferð í sumarbústað eða erlendis.