Pure North
Pure North

Lífræn vegferð - Verkefnastjóri

Pure North er ört vaxandi fyrirtæki sem starfar á sviði umhverfismála. Félagið rekur m.a. einu plastendurvinnslu landsins ásamt ráðgjafateymi í úrgangsmálum og hugbúnaðarþróun á sviði á sviði umhverfismála hér á landi. Félagið starfrækir einnig starfsstöð í Noregi. Pure North er einnig brautryðjandi í innleiðingu á nýrri tækni við meðhöndlun á lífrænum úrgangi.

Nú leitum við að framúrskarandi einstakling til að vinna náið með framkvæmda- og þróunardeild fyrirtækisins. Verkefnið er fjölbreytt og snýst bæði um kynningar og verkefnastjórn á úrgangslausnum sem minnka kolefnisspor fyrirtækja, þá helst jarðgerðarkerfum. Aðilinn myndi sjá um að byggja upp þessa deild fyrirtækisins og sjá um verkefni á landsvísu.

Helstu verkefni og ábyrgð

 

  • Ábyrgð á verkefnum í framkvæmd og eftirfylgni
  • Greining og hámörkun markaðstækifæra
  • Kennsla og námskeiðahald 
  • Samvinna og samskipti í ýmsum tengdum verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í umhverfis og auðlindarfræðum eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Skilningur og þekking á umhverfis- og úrgangsmálum
  • Reynsla af verkefnastjórnun
  • Reynsla af sölu kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
  • Frumkvæði, metnaður, þjónustuvilji og vandvirkni
  • Jákvætt viðmót og færni mannlegum samskiptum og teymisvinnu
  • Skipulagshæfileikar

 

Auglýsing birt13. nóvember 2024
Umsóknarfrestur30. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Bjargargata 1, 102 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar