Salurinn Tónlistarhús Kópavogs
Salurinn Tónlistarhús Kópavogs
Salurinn Tónlistarhús Kópavogs

Verkefnastjóri viðburða og rekstrar í Salnum

Salurinn Tónlistarhús Kópavogs auglýsir eftir verkefnastjóra viðburða og rekstrar. Leitað er eftir drífandi og hugmyndaríkum einstaklingi til að sinna ýmsum verkefnum í tengslum við tónleika, fundi og ráðstefnur í Salnum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af viðburða- og verkefnastjórnun auk þess sem haldbær þekking á tónlist og menningartengdri starfsemi er kostur.

Salurinn er eitt eftirsóttasta tónlistarhús landsins og hefur hlotið einróma lof fyrir einstakan hljómburð og fjölbreytta notkunarmöguleika. Salurinn hentar afar vel til fjölbreytts tónleikahalds, viðburða, ráðstefnu- og fundahalda og er kjörinn vettvangur fyrir hvers kyns móttökur, smáar sem stórar. Salurinn er búinn nýlegum tækjabúnaði og hljóðupptökuveri.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fjölbreytt verkefna- og viðburðastjórnun
  • Yfirumsjón með miðasölu og símsvörun
  • Samningagerð, framkvæmd og uppgjör viðburða
  • Umsjón með útleigu fyrir ráðstefnur og fundi
  • Efla Salinn sem vettvang fyrir ráðstefnur og fundi
  • Skýrslugerðir og utanumhald með mönnun viðburða
  • Hugmyndavinna fyrir tónleika og aðra viðburði
  • Vinnur náið með forstöðumanni Salarins sem og öðrum verkefnastjórum MEKÓ
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Haldbær reynsla af verkefna- og viðburðastjórnun æskileg
  • Þekking á sviði tónlistar og menningartengdrar starfsemi er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Góð tölvukunnátta
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
  • Geta til að vinna undir álagi og á óhefðbundnum vinnutíma
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Auglýsing birt31. október 2024
Umsóknarfrestur17. nóvember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hamraborg 6, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar