Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Verkefnastjóri á bráðamóttöku HSU Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra á bráðamóttöku HSU Selfossi.

Verkefnastjóri mun vinna náið með yfirlækni bráðamóttökunnar og tekur meðal annars þátt í mönnun og að skipuleggja vaktir. Bráðamóttakan á Selfossi þjónar öllu Suðurlandi og er ein af umfangsmestu bráðamóttökum á landsbyggðinnni, þar sem fjölbreytileiki verkefna gerir vinnuumhverfið spennandi.

Leitað er eftir öflugum og jákvæðum einstaklingi með mikla skipulagshæfileika og getu til að vinna undir álagi í fjölbreyttu, krefjandi og skapandi starfsumhverfi. Um er að ræða nýtt starf á deildinni sem unnið er í nánu samstarfi við yfirlækni bráðamóttökunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
 
  • Skipulag vaktskema og aðstoð við mönnun vakta
  • Mannauðstengd verkefni, þar á meðal þátttaka í móttöku og aðlögun nýrra starfsmanna

  • Yfirsýn yfir daglegan rekstur og starfsmannamál

  • Ritun og úrvinnsla gagna sem tengjast starfsemi deildarinnar

  • Önnur verkefni að beiðni yfirmanns

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sambærilegu starfi

  • Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur

  • Mjög góð excel kunnátta og almenn tölvukunnátta

  • Framúrskarandi samskiptahæfni

  • Nákvæmni og sjálfstæði vinnubrögð

  • Jákvæðni, frumkvæði og lausnarmiðuð nálgun í starfi

  • Mjög góð þekking á íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli.

Auglýsing birt11. nóvember 2024
Umsóknarfrestur18. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Árvegur 161836, 800 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar