Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Verkefnastjóri íþróttamála á menntasviði Kópavogsbæjar

Íþróttadeild menntasviðs Kópavogsbæjar leitar að drífandi og kraftmiklum starfskrafti til að sinna verkefnum á sviði íþrótta- og lýðheilsumála. Sviðið annast rekstur grunnskóla, leikskóla, starfsemi dagforeldra, skólahljómsveitar, félagsmiðstöðva, frístundaheimila og íþróttamála og þjónustar um 7 þúsund börn og fjölskyldur þeirra.

Íþróttadeild Kópavogsbæjar ber ábyrgð á starfsemi 3ja sundlauga, 7 íþróttahúsa, skíðaskála, 5 gervigrasvalla ásamt fjölda grasæfinga- og keppnissvæða auk samninga við íþróttafélög um rekstur og þjónustu stórra íþróttamannvirkja, m.a. Kórinn, Fífuna og Versali.

Verkefnastjóri á íþróttadeild styður við faglegt og öflugt íþróttastarf í Kópavogi fyrir alla aldurshópa, með áherslu á verkefni sem stuðla að jákvæðu heilsueflandi samfélagi með velferð bæjarbúa á öllum aldursskeiðum að leiðarljósi. Verkefnastjóri hefur umsjón með framkvæmd og eftirfylgni verkefna á sviði íþrótta- og lýðheilsumála, bæði hvað varðar undirbúning og framkvæmd þeirra. Verkefnastjóri stuðlar að nýbreytni og framþróun í málaflokknum í samvinnu við stjórnendur. Næsti yfirmaður verkefnastjóra er deildarstjóri íþróttadeildar.

Kópavogsbær er annað tveggja sveitarfélaga á landinu sem nýtur viðurkenningar Unicef sem barnvænt sveitarfélag og vinnur markvisst að innleiðingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og menntastefnu Kópavogsbæjar. Kópavogsbær er íþróttabær og mikil áhersla er lögð á íþrótta- og lýðheilsumál í sveitarfélaginu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á stjórn verkefna á sviði íþróttamála sem stuðla að bættri lýðheilsu, hreyfingu  og íþróttaiðkun barna og fullorðinna
  • Þátttaka og umsjón með samstarfsverkefnum á sviði íþrótta- og lýðheilsumála þvert á deildir og svið bæjarins
  • Umsjón með stjórnun og rekstri  íþróttahúsa sem rekin eru af íþróttadeild auk skíðaskála í Bláfjöllum
  • Umsjón með samstarfi og þróun heilsueflingarverkefnis eldri borgara í Kópavogi, Virkni og vellíðan
  • Annast útleigu og eftirlit með nýtingu íþróttahúsa og knatthalla
  • Umsjón með frístundastyrkjakerfinu og þjónustu við þjónustuþega og samstarfsaðila
  • Umsjón og eftirlit með úthlutun styrkja í íþróttamálum
  • Umsjón með tölfræðiupplýsingum og úrvinnslu gagna
  • Umsjón með undirbúningi og framkvæmd árlegrar íþróttahátíðar Kópavogs
  • Umsjón með undirbúningi stærri viðburða í íþróttamannvirkjum, s.s. tónleikum og sýningum
  • Umsjón og eftirlit með öryggismálum í stofnunum íþróttadeildar
  • Umsjón með kynningarmálum og efni um íþrótta- og lýðheilsumál í Kópavogi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði íþrótta, lýðheilsu, eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking af starfi á sviði íþrótta- og/eða lýðheilsumála
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Reynsla af verkefna- og viðburðastjórnun
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð færni til að tjá sig, bæði í ræðu og riti
  • Góð íslenskukunnátta æskileg
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Auglýsing birt12. nóvember 2024
Umsóknarfrestur2. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar