Hefur þú brennandi áhuga á vöruþróun og verkefnastýringu?
Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í deildina þróun og rekstur á Mörkuðum hjá Arion banka.
Viðkomandi heyrir undir forstöðumann þróunar og reksturs og vinnur í vöruþróunar- og umbótaverkefnum þvert á allar vörur sviðsins, ásamt því að sinna verkefnastýringu. Starfið felur í sér mikil samskipti við hagsmunaaðila og starfsfólk.
Á sviði Markaða hjá Arion banka er veitt margvísleg þjónusta á sviði markaðsviðskipta, eignastýringar, reksturs lífeyrissjóða ásamt Premía þjónustu. Arion banki, ásamt dótturfélögum er leiðandi í eignastýringu á Íslandi með rúmlega 1.500 milljarða króna í eignastýringu.
Deildin þróun og rekstur vinnur þvert á allar vörur sviðsins og ber ábyrgð á þróun, þjónustu, verkefnastýringu, tækni, gæða- og rekstrarmálum sviðsins. Leitað er að einstaklingi sem kemur inn í öflugan hóp aðila sem sinna vöruþróun, verkefnastýringu ásamt mótun og innleiðingu á framúrskarandi stafrænum lausnum fyrir viðskiptavini.
- Þróun og umbætur á vörum og þjónustum sviðsins
- Þróun stafrænna lausna
- Þróun þjónustu til viðskiptavina
- Verkefni tengd skilvirkni
- Verkefnastýring stærri þróunar-, umbóta- og lagabreytingaverkefna
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking á lífeyris og verðbréfavörum er kostur
- Reynsla af þróun stafrænna lausna
- Góð tæknileg færni og áhugi á tækninýjungum
- Góð þekking á verkefnastýringu
- Góðir samskiptahæfileikar og áhugi á teymisvinnu
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi