Verkefnastjóri vöruþróunar hjá Coca-Cola á Íslandi
Coca-Cola er meðal stærstu og þekktustu alþjóðlegu vörumerkja í heiminum og er neytt daglega af milljörðum fólks um allan heim. Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður með 80 ára sögu í íslensku samfélagi.
Coca-Cola á Íslandi leitar að metnaðarfullum verkefnastjóra í vöruþróun. Viðkomandi er hluti af innkaupa- og áætlanateymi á vörustjórnunarsviði og tekur þátt í ýmiss konar teymisvinnu með frábæru samstarfsfólki hérlendis og erlendis. Verkefnastjóri er þátttakandi í umbótaverkefnum og ferlavinnu. Sveigjanleiki, viðsýni og hæfni til að vinna í flóknu umhverfi er mikilvægt til að ná árangri í starfinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Verkefnastjórnun í vöruþróun og vörubreytingum
• Samstarf við hagsmunaaðila hérlendis og erlendis
• Áætlanagerð og eftirfylgni með verkþáttum og tímalínu
• Eftirfylgni með vörum sem eru að hætta í sölu
• Þátttaka í fundum hérlendis og með samstarfsaðilum erlendis
• Umsjón með vöruupplýsingum í tölvukerfum
• Utanumhald á lykilmælikvörðum og skýrslum
• Þátttaka í umbótaverkefnum og ferlavinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. verkfræði eða viðskiptafræði
• Þekking og/eða reynsla af verkefnastjórnun og áætlanagerð
• Vottun í verkefnastjórnun er kostur
• Reynsla af alþjóðlegu samstarfi er kostur
• Góð tölvukunnátta og hæfni í Excel og PowerPoint
• Mjög góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
• Skipulag, jákvæðni og frumkvæði
• Góð færni í mannlegum samskiptum
Ertu ekki viss um að þú uppfyllir hæfniskröfur en hefur brennandi áhuga? Við viljum fá sem fjölbreyttastar umsóknir frá fólki af öllum kynjum og af ólíkum bakgrunni. Hafðu samband við okkur ef þú ert efins. Nánari upplýsingar um starfið veitir Áslaug Harpa Axelsdóttir, aaxelsdottir@ccep.com.
Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember 2024.
Allir einstaklingar sem hafa náð 18 ára aldri og uppfylla hæfniskröfur auglýstra starfa eru hvattir til að sækja um störf, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð, aldri eða fötlun.