Icelandair
Icelandair er líflegur vinnustaður með starfstöðvar á Íslandi, Evrópu og Norður-Ameríku. Við erum einn stærsti og fjölbreyttasti vinnustaður landsins og vinnum í alþjóðlegu og síbreytilegu umhverfi. Við fljúgum til fjölda stórborga í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada, og til áfangastaða innanlands og á Grænlandi.
Icelandair is a lively workplace with operations in Iceland, Europe and North America. We are one of the largest and most diverse companies in Iceland, and work in an international, and ever-changing environment. We fly to multiple cities in Europe, the United States and Canada, as well as destinations within Iceland and in Greenland.
Sérfræðingur í leitarvélabestun og innleiðingu
Við leitum að sérfræðingi í leitarvélabestun og innleiðingu (e. SEO & Integration Specialist) til að slást í hóp okkar í markaðsdeild. Við óskum eftir einstakling sem hefur reynslu af leitarvélabestun, er fljótur að tileinka sér stafræna tækni og er með hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi.
Mikilvægt er að umsækjandi hafi löngun til að læra, metnað fyrir leitarvélabestun í efnissköpun og tæknimálum, og áhuga á ferða- og flugmálum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Auka sýnileika Icelandair í leitarniðurstöðum á leitarvélum (e. organic search) með áherslu á lykilmarkaði og markhópa.
- Vinna náið með stjórnendum, teymum innanhúss og samstarfsaðilum erlendis til að þróa, samræma og sjá um að stefnumótun Icelandair í leitarvélabestun sé í samræmi við markmið í markaðssetningu, efnisgerð og vörum fyrirtækisins.
- Byggja upp og viðhalda sambandi við innlenda og erlenda samstarfsaðila á stafrænum miðlum.
- Skilgreina lykilárangursmælikvarða, fylgjast með og greina frammistöðu í leitarvélabestun með það að markmiði að hámarka birtingar í leitarniðurstöðum, vefumferð og viðskiptahlutfall.
- Taka þátt í verkefnum með mismunandi vöruteymum sem vinna að vefþróun og stafrænni markaðssetningu og hafa tengingu við leitarvélabestun, bæði hvað varðar efnissköpun og tæknimál.
- Tryggja að vefur Icelandair sé þannig uppsettur að hann nái sem bestum árangri í leitarniðurstöðum (e. optimized) á aðalmarkaðssvæðum og í samræmi við nýjustu þróun og kröfur fyrir algóritma í leitarvélum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólagráða sem nýtist í starfinu, t.d. í markaðsfræði, textagerð, viðskiptafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Að lágmarki tveggja ára reynsla í leitarvélabestaðri efnissköpun.
- Færni í helstu tólum fyrir leitarvélabestun á borð við Google Analytics og SEMrush.
- Reynsla og þekking á tæknilegri hlið leitarvélabestunar, t.d. uppbygging vefja, HTML, kunnátta á vefumsjónarkerfum er kostur.
- Framúrskarandi enskukunnátta er skilyrði, færni í að skrifa góðan texta. Kunnátta á öðrum tungumálum er kostur.
- Hæfni til að vinna í þverfaglegum teymum ásamt því að geta unnið að mörgum verkefnum, koma hlutum af stað, greiða fyrir verkefnum og skipuleggja, o.fl.
- Góð aðlögunarfærni, hæfni til að forgangsraða og vinna á skilvirkan hátt.
- Jákvæðni, opinn hugur fyrir endurgjöf og nýjum verkefnum og framtaki hjá fyrirtækinu.
- Góð samskiptahæfni, bæði í töluðu og rituðu máli. Hæfni til að koma upplýsingum á framfæri og kynna þær fyrir hagaðilum á skýran hátt.
Auglýsing birt15. nóvember 2024
Umsóknarfrestur25. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Enska
FramúrskarandiNauðsyn
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Flugvellir 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
Google AnalyticsMarkaðssetning á netinu
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)
Sambærileg störf (12)
Sérfræðingur í viðskiptagreiningu
Míla hf
Sérfræðingur - Gagnavinnsla
Netorka
Viðskiptastjóri útflutnings / Key Account Manager of Export
Saltverk
Sérfræðingur í greiningum og fjárfestingum
Heimar
Skapandi texta- og hugmyndasmiður
Bláa Lónið
Sölu- og markaðsfulltrúi
Reon
Microsoft Dynamics 365 F&O consultant (ráðgjafar)
HSO Iceland
Bókhald, sérfræðingur í fjárhagskerfum
HSO Iceland
Ráðagóður ritstjóri
Pósturinn
Marketing Specialist
Borealis Data Center
Bókari
Icelandic Glacial
Hefur þú brennandi áhuga á vöruþróun og verkefnastýringu?
Arion banki