Míla hf
Við búum yfir óviðjafnanlegri þekkingu á innleiðingu og rekstri fjarskiptakerfa, sem eru undirstaða fjarskipta um land allt, miðin og við útlönd.
Það er okkar hlutverk og ábyrgð að tryggja örugg samskipti, hvar sem er og hvenær sem er.
Þekking okkar tryggir að við getum meira, ábyrgð okkar tryggir að við gerum meira.
Sérfræðingur í viðskiptagreiningu
Við leitum að sérfræðingi í viðskiptagreiningu, um er að ræða nýja og spennandi stöðu þar sem viðkomandi mun leiða gagnadrifið sölu- og markaðsstarf. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra Þjónustu- og sölu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining og túlkun gagna
- Framsetning tölfræðiupplýsinga - þróun og viðhald á skýrslum og mælaborðum sem veita starfsmönnum og stjórnendum rauntímaupplýsingar úr rekstri og um árangur
- Framsetning á söluspá fyrir alla vöruflokka, viðskiptavini og markaðssvæði
- Gerð markaðsrannsókna - greining á þróun á markaði, samkeppnisumhverfi og framsetning spálíkana og sviðsmynda
- Umsjón með framsetningu og vali á lykiltölum ásamt mati á árangri einstakra eininga innan sölu og þjónustu
- Upplýsingagjöf til stjórnenda um árangur og áherslur í sölu og markaðsstarfi, arðsemi og lykiltölur
- Aðstoð við markmiðasetningu, mótun sýnar og áherslna fyrir sölu og þjónustu
- Umsjón með gerð söluáætlana til lengri og skemmri tíma
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í viðskiptafræði, verkfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sambærilegum störfum á sviði viðskiptagreindar, áætlanagerðar eða greiningar
- Reynsla af CRM kerfum og hugbúnaði til framsetningu söluspáa
- Færni í framsetningu gagna í t.d. Microsoft Power BI eða sambærilegum
- Góð ensku- og íslenskukunnátta
- Framúrskarandi samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður til árangurs
Fríðindi í starfi
Helstu kostir þess að starfa hjá Mílu:
🔋 Miðlægar starfsstöðvar í Reykjavík með hleðslustæði
🚲 Samgöngustyrkur til að styðja virka samgöngumáta
🚿 Hjólageymsla með rafmagni og aðgangur að sturtum
🥗 Mötuneyti á staðnum með salatbar og grænkerakostum
💪 Metnaðarfullt starfsumhverfi með möguleika á starfsþróun
🥳 Öflugt félagslíf á vegum starfsmannafélags og afþreyingarherbergi með billiard- og borðtennisborði auk golfhermis
Auglýsing birt15. nóvember 2024
Umsóknarfrestur25. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Stórhöfði 22-30, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiGagnagreiningMannleg samskiptiMetnaðurMicrosoft ExcelSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
Sérfræðingur - starfsleyfi og umsagnir
Umhverfisstofnun
Sérfræðingur í leitarvélabestun og innleiðingu
Icelandair
Sérfræðingur - Gagnavinnsla
Netorka
Viðskiptastjóri útflutnings / Key Account Manager of Export
Saltverk
Sérfræðingur í greiningum og fjárfestingum
Heimar
Deildarstjóri umsjónardeildar á Austursvæði
Vegagerðin
Burðarþolshönnuður óskast
Hnit verkfræðistofa hf
Microsoft Dynamics 365 F&O consultant (ráðgjafar)
HSO Iceland
Bókhald, sérfræðingur í fjárhagskerfum
HSO Iceland
Sérfræðingur í framkvæmdaeftirliti
COWI
Sérfræðingur í öryggismálum
Norðurál
Vilt þú hanna þéttbýli á Suður- og Vesturlandi?
EFLA hf