COWI
COWI er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Danmörku og yfir 8.000 starfsmenn sem vinna að um 10.000 verkefnum að staðaldri víða um heim. Í samvinnu við viðskiptavini vinnum við að því að móta þjónustu og lausnir á sviði sjálfbærni sem bæta lífsgæði fólks og komandi kynslóða. Þjónustusviðið okkar nær yfir verkfræði, arkitektúr, orku og umhverfismál.
Við trúum því að velsæld stuðli að betri frammistöðu og að betri frammistaða ýti undir vellíðan. Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur munt þú starfa með fólki sem er ávallt reiðubúið að rétta fram hjálparhönd. Okkar helsta hvatning er að skapa vinnustað framtíðarinnar; umhverfi þar sem fólk fær að vaxa og dafna. Og þótt að verkefnin okkar séu stór og jafnvel alvarleg þá tökum við okkur sjálf mátulega hátíðlega.
Ef þú gengur til liðs við okkur verður þú hluti af alþjóðlegu samfélagi sérfræðinga þar sem gagnkvæm miðlun á þekkingu fer fram. Þú færð einnig tækifæri til þess að vinna þvert á landamæri og breyta áskorunum í sjálfbærar lausnir. Auk þess er starfsþróun mikilvægur þáttur sem við sinnum vel fyrir hvern og einn starfsmann. Allt þetta stuðlar að því að þú fáir að þróast og þroska nýja hæfni og við fáum verðmætan starfskraft með haldbæra þekkingu. Þannig erum við öll í fararbroddi grænna umskipta.
Sérfræðingur í framkvæmdaeftirliti
Vilt þú verða hluti af alþjóðlegu fyrirtæki og takast á við áhugaverð verkefni?
COWI á Íslandi leitar að sérfræðingum í eftirlitsstörf við og á höfuðborgarsvæðinu og á suðurlandi. Helstu verkefni eru eftirlit með framkvæmdum við jarðvinnu, gatnagerð, bygginga og mannvirkja
Við erum að fjölga í byggingarstjórnardeildinni okkar hjá COWI, en á sviðinu starfa 23 einstaklingar sem vinna að fjölbreyttum verkefnum hjá viðskiptavinum okkar við eftirlitsstörf, byggingastjórn og verkefnastjórn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegt eftirlit með framkvæmdum í samræmi við áætlanir, kröfur, staðla, lög og reglugerðir
- Samskipti við verkkaupa, verktaka og aðra hagsmunaaðila
- Úttektir og skýrslugerðir vegna eftirlits
- Skjalaskráning og vistun gagna
- Þátttaka á verkfundum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Próf sem nýtist í starfi: tækni- eða iðnfræði, iðnmenntun, verkfræði eða önnur sambærileg menntun
- Reynsla af verklegum framkvæmdum og eftirlitsstörfum er kostur
- Þekking á íslenskum byggingarreglugerðum og stöðlum er kostur
- Kostur að hafa byggingarstjóraréttindi
- Almenn tölvuþekking
- Góð samskiptafærni
- Geta til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði í starfi
- Íslenskukunnátta í tali og rituðu máli
- Bílpróf
Fríðindi í starfi
- Niðurgreitt mötuneyti
- Öflugt starfsmannafélag
- Fæðingarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Líkamsræktar- og sturtuaðstaða
- Líkamsræktarstyrkur
Auglýsing birt14. nóvember 2024
Umsóknarfrestur25. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
TæknifræðingurVerkfræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Sérfræðingur í öryggismálum
Norðurál
Vilt þú hanna þéttbýli á Suður- og Vesturlandi?
EFLA hf
Verkefnastjóri framkvæmda
Heimar
Production Coordinator
Algalíf Iceland ehf.
Sérfræðingur við landmælingar
VSÓ Ráðgjöf ehf.
Device Specialist
DTE
Verk- eða tæknifræðingur við framkvæmdaeftirlit
VSÓ Ráðgjöf ehf.
Sérfræðingur í greiningum og fjárfestingum
Stoðir hf.
Hönnuður á byggingadeild
Límtré Vírnet ehf
Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
Rangárþing eystra
Technical Design Coordinator
Borealis Data Center
Corporate Development Analyst
Embla Medical | Össur