Embla Medical | Össur
Embla Medical | Össur
Embla Medical | Össur

Corporate Development Analyst

Please see our website for an English version.

Viltu taka þátt í verkefnum með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks?

Embla Medical (Össur) leitar að metnaðarfullum greiningaraðila í spennandi verkefni á sviði fyrirtækjaþróunar. Corporate Development Analyst tekur m.a. þátt í og leiðir ferli á samrunum og yfirtökum á félögum (M&A), gerð fjárhagsáætlana ásamt verðmatsútreikningum. Viðkomandi mun vinna náið með þverfaglegum teymum innan fyrirtækisins ásamt ytri hagsmunaaðilum og þarf að hafa góðan skilning á markaðs- og rekstrarumhverfi Embla Medical.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með verkefnastöðu á M&A verkefnum í samvinnu við stjórnendur 

  • Greina og meta fjárfestingarmöguleika, útbúa fjárhagsáætlanir, framkvæma verðmatsútreikninga ásamt því að útbúa skýrslur og kynningarefni fyrir stjórnendur Össurar 

  • Þátttaka í undirbúningi og stýringu áreiðanleikakannanna með innri og ytri hagsmunaaðilum 

  • Undirbúningur á innleiðingu nýrra fyrirtækja ásamt eftirfylgni á fjárfestingum 

  • Þátttaka í stjórnun og þróun á innri ferlum og verkefnum tengdum samrunum og yfirtökum 

  • Þátttaka í öðrum tilfallandi verkefnum, m.a. greiningu gagna og gerð kynningarefnis til þess að veita stjórnendum innsýn og ráðgjöf varðandi stefnumarkandi ákvarðanir 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði viðskipta-, hag- eða verkfræði 

  • 3 ára reynsla af sambærilegu starfi og/eða fjármálum fyrirtækja 

  • Mjög góð enskukunnátta 

  • Mjög góð tök á Excel og PowerPoint 

  • Framúrskarandi samskipta- og tjáningarhæfni í bæði ræðu og riti 

  • Góð skipulagsfærni, frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum 

Auglýsing birt6. nóvember 2024
Umsóknarfrestur18. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Grjótháls 5, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar