EFLA hf
EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hjá EFLU starfa um 400 starfsmenn í samstæðu fyrirtækisins á Íslandi og erlendis. EFLA hefur á að skipa mjög hæfu og reynslumiklu fagfólki á fjölmörgum sviðum. Sameiginlegt markmið þess er að auka virði fyrir viðskiptavinina með því að veita bestu mögulegu þjónustu og lausnir.
Vilt þú hanna þéttbýli á Suður- og Vesturlandi?
EFLA leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að sinna hönnunarverkefnum á Suður- og Vesturlandi. Í þessu starfi gefst tækifæri til að vinna að fjölbreyttum verkefnum í öflugum teymum þéttbýlistækni og bygginga sem hafa meðal annars umsjón með hönnun og eftirliti gatna-, lagna-, og veitukerfa. Um er að ræða starf óháð staðsetningu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun á lagna- og veitukerfum.
- Hönnun á stígum, götum og bílastæðum.
- Vinna við útboðs- og verklýsingar framkvæmda.
- Eftirlit og uppgjör vegna framkvæmda.
- Taka þátt í tæknilegri þróun teymisins er varðar innleiðingu nýrra hugbúnaðarlausna og sjálfvirknivæðingar.
- Tilfallandi mælingar og skráning gagna í landupplýsingakerfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. tæknifræði eða verkfræði.
- Reynsla af hönnunar- og landupplýsingaforritum s.s. Autocad Civil 3D, Qgis, Autodesk Inventor eða Trimble Business Center er kostur.
- Gott auga fyrir smáatriðum og geta til að setja setja fram gögn með aðgengilegum og skiljanlegum hætti.
- Framúrskarandi tölvukunnátta.
- Geta til að vinna undir álagi.
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Gott vald á íslensku og ensku. Geta til að skrifa vandaðan texta á íslensku er mikilvæg.
Fríðindi í starfi
- Góður og hollur matur í hádeginu
- Vellíðunarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Hreyfistyrkur
- Gleraugnastyrkur
- Fæðingarstyrkur
- Símastyrkur
- Símaáskrift og heimatenging
Auglýsing birt11. nóvember 2024
Umsóknarfrestur1. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)
Sérfræðingur í framkvæmdaeftirliti
COWI
Sérfræðingur í öryggismálum
Norðurál
Verkefnastjóri framkvæmda
Heimar
Production Coordinator
Algalíf Iceland ehf.
Sérfræðingur við landmælingar
VSÓ Ráðgjöf ehf.
Device Specialist
DTE
Verk- eða tæknifræðingur við framkvæmdaeftirlit
VSÓ Ráðgjöf ehf.
Sérfræðingur í greiningum og fjárfestingum
Stoðir hf.
Tæknimaður á stjórnborði/NOC
Sýn
Stöðuvörður
Umhverfis- og skipulagssvið
Hönnuður á byggingadeild
Límtré Vírnet ehf
Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
Rangárþing eystra