Icelandair
Icelandair
Icelandair

Flugumsjónarmaður

Icelandair leitar að öflugum aðila í starf flugumsjónarmanns í stjórnstöð Icelandair (OCC).

Um er að ræða tímabundið sumarstarf fyrir sumarið 2025.

Flugumsjónarmenn starfa í stjórnstöð Icelandair, Operations Control Center, (OCC). Starf flugumsjónarmanna felst í því að undirbúa hvert flug sem farið er á vegum félagsins, gera flugáætlanir, safna saman veðurupplýsingum ásamt NOTAM upplýsingum og koma þeim til flugmanna fyrir hverja brottför.

Mikil og náin samvinna er við aðrar deildir innan OCC. Þar má nefna Maintenance Control, Daily Crew Operations og Ground Operations.

Unnið er í vaktavinnu, bæði dag- og næturvaktir á 5-5-4 vöktum.

Núverandi starfsstöð OCC er á Keflavíkurflugvelli en á fyrstu mánuðum ársins 2025 mun OCC flytja í nýjar höfuðstöðvar Icelandair í Hafnarfirði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Gerð flugáætlana (Flight Planning)
  • Eftirlit með flugvélum félagsins (Flight Following)
  • Önnur tilfallandi verkefni í flugumsjón
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gilt skírteini flugumsjónarmanns er mikill kostur
  • Góð skipulagshæfni og framúrskarandi samskiptahæfni.
  • Hafa metnað til að ná árangri í starfi
  • Góð tölvufærni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er nauðsynleg
  • Jákvætt hugarfar og rík þjónustulund
Auglýsing birt15. nóvember 2024
Umsóknarfrestur2. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Flugvellir 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar