Sérfræðingur í kjaradeild
Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu óskar eftir að ráða sérfræðing í kjaramálum. Starfið er fjölbreytt og reynir á frumkvæði og sjálfstæði í margskonar verkefnum.
Sérfræðingur í kjaradeild hefur það hlutverk að sinna þjónustu við félagsfólk Sameykis vegna kjara- og réttindamála. Félagsfólk Sameykis býr við síbreytilegt vinnuumhverfi þar sem ágreiningur getur komið upp í tengslum við réttindi þeirra. Sérfræðingur kjaradeildar sinnir almennri vinnslu og veitir ráðgjöf og upplýsingar til t.a.m. félagsfólks, trúnaðarmanna og stofnana um kjarasamninga og vinnurétt.
Sérfræðingur annast gagna- og skjalavinnslu í miðlægu skjalakerfi, m.a. vegna einstaklingsmála. Sérfræðingur starfar í öflugu teymi kjaradeildar sem deilir á milli sín verkefnum eða eftir atvikum leysir þau í sameiningu. Hjá Sameyki starfar samhentur hópur starfsfólks sem er tilbúið til að aðstoða og leysa verkefni þvert á deildir.
- Úrlausn kjara- og/eða réttindamála fyrir einstaklinga eða hópa félagsfólks og er í sambandi við stjórnendur/launadeildir vegna mála einstaklinga eða hópa
- Upplýsingargjöf um kjarasamningtengd réttindamál
- Ráðgjöf og upplýsingar til félagsfólks, trúnaðarmanna og stofnana um kjara- , samskipta- og réttindatengd málefni
- Samskipti við forstöðufólk og stjórnendur á vinnustöðum vegna hagsmuna félagsfólks
- Símsvörun, svörun fyrirspurna og móttaka félagsfólks
- Þátttaka í teymisvinnu fyrir hönd félagsins í ýmsum tilfallandi verkefnum varðandi réttinda- og kjaramál félagsfólks
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
- Þekking á starfsemi stéttarfélaga og þekking á kjara- og réttindamálum
- Þekking á starfsemi opinberra stofnana hjá ríki eða sveitarfélögum
- Reynsla af ráðgjöf
- Góð tölvukunnátta
- Þekking og reynsla á opinberri stjórnsýslu æskileg
- Góð þekking í ensku
- Frumkvæði og ríkt sjálfstæði í starfi
- Mjög góð almenn samskiptahæfni