Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu
Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu
Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu

Sérfræðingur í kjaradeild

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu óskar eftir að ráða sérfræðing í kjaramálum. Starfið er fjölbreytt og reynir á frumkvæði og sjálfstæði í margskonar verkefnum.

Sérfræðingur í kjaradeild hefur það hlutverk að sinna þjónustu við félagsfólk Sameykis vegna kjara- og réttindamála. Félagsfólk Sameykis býr við síbreytilegt vinnuumhverfi þar sem ágreiningur getur komið upp í tengslum við réttindi þeirra. Sérfræðingur kjaradeildar sinnir almennri vinnslu og veitir ráðgjöf og upplýsingar til t.a.m. félagsfólks, trúnaðarmanna og stofnana um kjarasamninga og vinnurétt.

Sérfræðingur annast gagna- og skjalavinnslu í miðlægu skjalakerfi, m.a. vegna einstaklingsmála. Sérfræðingur starfar í öflugu teymi kjaradeildar sem deilir á milli sín verkefnum eða eftir atvikum leysir þau í sameiningu. Hjá Sameyki starfar samhentur hópur starfsfólks sem er tilbúið til að aðstoða og leysa verkefni þvert á deildir.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Úrlausn kjara- og/eða réttindamála fyrir einstaklinga eða hópa félagsfólks og er í sambandi við stjórnendur/launadeildir vegna mála einstaklinga eða hópa
  • Upplýsingargjöf um kjarasamningtengd réttindamál
  • Ráðgjöf og upplýsingar til félagsfólks, trúnaðarmanna og stofnana um kjara- , samskipta- og réttindatengd málefni
  • Samskipti við forstöðufólk og stjórnendur á vinnustöðum vegna hagsmuna félagsfólks
  • Símsvörun, svörun fyrirspurna og móttaka félagsfólks
  • Þátttaka í teymisvinnu fyrir hönd félagsins í ýmsum tilfallandi verkefnum varðandi réttinda- og kjaramál félagsfólks
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Þekking á starfsemi stéttarfélaga og þekking á kjara- og réttindamálum
  • Þekking á starfsemi opinberra stofnana hjá ríki eða sveitarfélögum
  • Reynsla af ráðgjöf
  • Góð tölvukunnátta
  • Þekking og reynsla á opinberri stjórnsýslu æskileg
  • Góð þekking í ensku
  • Frumkvæði og ríkt sjálfstæði í starfi
  • Mjög góð almenn samskiptahæfni
Auglýsing birt13. nóvember 2024
Umsóknarfrestur20. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Grettisgata 89, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Samningagerð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar