Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Öflugur bókari óskast til HMS

Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem ber ábyrgð á fjölbreyttum málaflokkum á sviði húsnæðismála, fasteignamarkaði og mannvirkjamála?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leitar að metnaðarfullum bókara til að bætast í hóp öflugra sérfræðinga í teymi fjármála og sem þrífst vel í umhverfi árangurs, framþróunar, góðra samskipta og skilvirkrar þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Færsla kostnaðarbókhalds og innlestur rafrænna reikninga
  • Annast bókunarstýringar rafrænna reikninga
  • Eftirfylgni við uppáskriftaraðila vegna reikninga
  • Bókanir greiðslukorta/innkaupakorta
  • Samskipti við viðskiptavini vegna reikninga
  • Afstemmingar lánardrottna,viðskiptamanna og bankareikninga
  • Annast gerð sölureikninga og innheimtu þeirra í bókhaldskerfi
  • Afleysingar annarra verkefna innan teymisins
  • Önnur tilfallandi verkefni sem starfsmanni eru falin af yfirmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hagnýtt nám eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Þekking eða reynsla á sviði kostnaðarbókhalds
  • Góð þekking og færni á Navision / Business Central
  • Góð þekking og færni á Excel
  • Frumkvæði, drifkraftur, sjálfstæði og vönduð vinnubrögð
  • Samskiptahæfileikar og geta til að vinna í teymi
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
Auglýsing birt11. nóvember 2024
Umsóknarfrestur21. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar