MedicAlert
MedicAlert
MedicAlert

Lions á Íslandi auglýsir starf á skrifstofu MedicAlert.

Starfshlutfall er 50%. Um er að ræða dagvinnustarf, virka daga, sem felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt verkefni.

Starfsmaður þarf að búa yfir frumkvæði og geta unnið sjálfstætt.

MedicAlert sinnir fjölbreyttum hópi fólks sem bera MedicAlert merki.

Helstu verkefni og ábyrgð

Móttaka og skráning umsókna.

Upplýsingagjöf í síma, tölvupósti og heimsóknum frá merkisberum á skrifstofu.

Samskipti við lækna MA.

Áletrun merkja.

Umsjón með heima- og Facebook síðu MA.

Utanumhald innkaupa.

Önnur tilfallandi verkefni.

Afleysing starfsmanns Lions á opnunartíma skrifstofu.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

Stúdentspróf og eða reynsla af ritarastörfum, heilbrigðisritaramenntun er kostur.

Jákvæðni, lipurð í samskiptum.

Frumkvæði.

Góð íslensku- og enskukunnátta

Góð almenn tölvukunnátta.

Auglýsing birt8. nóvember 2024
Umsóknarfrestur18. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hlíðasmári 14, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar