Staða fræðslustjóra í 100% starf
Íslandsdeild Amnesty International leitar eftir kraftmiklum og skapandi fræðslustjóra. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og í teymi. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra deildarinnar.
Fræðslustjóri fylgir eftir stefnu Íslandsdeildar Amnesty International sem byggir á stefnu alþjóðasamtakanna. Fræðslustjóri ber ábyrgð á fræðslustefnu Íslandsdeildar Amnesty International sem hefur það markmið að auka mannréttindaþekkingu í skólum og samfélaginu. Fræðslustjóri hefur umsjón með mannréttindafræðslu samtakanna og þróun hennar, þar með talið hönnun og útgáfa kennsluefnis um mannréttindi.
Fræðslustjóri á í samskiptum við menntastofnanir og aðra hagaðila í menntageiranum og ber ábyrgð á fjölmiðlasamskiptum og fréttatilkynningum tengdum fræðslustarfi. Hann ber ábyrð á og tekur þátt í viðburðum er tengjast fræðslustarfi. Fræðslustjóri þarf að eiga í samskiptum og samstarfi við aðrar deildir Amnesty International er varða mannréttindafræðslu.
Umsóknarfrestur er til 08.12.2024. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf á tímabilinu mars/apríl 2025.
-
Skipulag og umsjón með mannréttindafræðslu samtakanna
-
Áætlunargerð og mat á fræðslustarfi
-
Framleiðsla, markaðssetning og miðlun kennsluefnis í mannréttindum
-
Samskipti við skóla, stofnanir, fyrirtæki, hópa og einstaklinga um fræðslu
-
Skipulagning og miðlun fræðslu til starfsfólks og stjórnar Íslandsdeildarinnar
-
Samskipti við fræðsluteymi innan alþjóðahreyfingarinnar
-
Verkefnastjórnun þvert á stoðir innan Íslandsdeildarinnar
-
Ýmis konar skrif, yfirlestur og þýðingar
-
Önnur tilfallandi störf
-
Háskólagráða í kennslufræðum
-
Þekking á menntamálum
-
Reynsla af kennslu, skipulagningu fræðslu og framleiðslu kennsluefnis
-
Skapandi sýn á kennsluhætti og kennsluefni
-
Mikil skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
-
Leiðtogahæfileikar og sveigjanleiki í starfi
-
Góð tölvukunnátta (t.d. Canva, vefsíðugerð, gerð stafræns kennsluefnis og notkun samfélagsmiðla)
-
Framúrskarandi færni í íslensku og ensku
-
Áhugi á mannréttindamálum
-
Jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi
-
Sveigjanlegt, skapandi og ábyrgðarfullt starf
-
Vinnustaður með 34 klukkustunda vinnuviku