Stuðningur barna í leikskólastarfi
Langar þig að hafa áhrif og skipta máli í lífi dýrmætustu íbúa Garðabæjar?
Við leitum að snillingi í stuðning í fullt starf með það að sjónarmiði að um framtíðarstarf sé að ræða.
Leikskólinn Sjáland er sjálfstætt starfandi leikskóli sem vinnur eftir Fjölvísistefnunni. Hún byggir á virðingu fyrir margbreytileika fólks og fjölbreyttum námsaðferðum. Markmiðið er að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir og stuðla að jákvæðri og sterkri sjálfsmynd. Gildi okkar í starfi eru jákvæðni, nákvæmni og virðing.
Nú leitum við að þroskaþjálfum, leikskólakennurum eða starfsfólki með annars konar menntun við hæfi til að sinna uppeldi og menntun nemenda sem þurfa stuðning í námi. Viðkomandi myndi styðja við börn í daglegu námi inni á kjarna sem og í einstaklingsvinnu þar sem unnið er markvisst með ákveðna færniþætti. Í leikskólanum starfa þjálfar saman í teymi og leggjum við mikla áherslu á samvinnu. Næsti yfirmaður er sérkennslustjóri. Börnin sem vinnan snýr að eru með ólíkar þarfir og mun viðkomandi starfsmaður koma að þjálfun hjá fleiri en einu barni.
Skólinn er staðsettur við ströndina í Sjálandshverfinu í Garðabæ í nýlegu og rúmgóðu húsnæði. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni okkar www.sjaland.is
Eingöngu kemur til greina að ráða fólk sem hefur lokið B.ed gráðu í leik- eða grunnskólaakennslu, uppeldis- og menntunarfræði, þroskaþjálfun, iðjuþjálfun eða einstaklinga með leyfisbréf í leikskóla/grunnskóla.
Góð hæfni í íslensku er grunnskilyrði
Good Icelandic language skills required
- Uppeldi og menntun nemenda í samræmi við verklag og námsskrá skólans
- Samskipti og samvinna við foreldra
- Halda utan um einstaklingsnámsskrá með leiðsögn sérkennslustjóra
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af kennslu, þjálfun eða vinnu með börnum
- Áreiðanleiki, nákvæm vinnubrögð og vinnusemi
- Virðing fyrir nemendum
- Jákvætt viðhorf og framfaramiðað hugarfar
- Vönduð og fagleg framkoma
- Hæfni til að vinna að jákvæðum skólabrag
- Hæfni til að afla sér og miðla þekkingu og upplýsingum á íslensku
- Virk skemmtinefnd og reglulegir viðburðir
- Dagleg útivera
- Stytting vinnuvikunnar eru 2 frídagar í mánuði (öðrum er safnað upp fyrir t.d. frí í dymbilviku og aðra daga þegar nemendur eru í fríi)
- Fríar máltíðir, erum með frábæran verðlaunakokk í starfi
- Mætingarbónus
- Starfsmannaafsláttur af leikskólagjöldum fyrir starfsmenn Garðabæjar