Leikskólasérkennari í sérkennsluteymi
Heilsuleikskólinn Skógarás er fjögra deilda leikskóli með um 80 börnum. Skólar ehf. er 24 ára gamalt félag sem rekur fjóra aðra heilsuleikskóla í sveitarfélögunum Garðabæ, Kópavogi og Reykjavík.
Allir leikskólarnir innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda Heilsustefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins.
Einkunnarorð okkar er „heilbrigð sál í hraustum líkama“
Leikskólakennari óskast til starfa frá og með áramótum 2025 í heilsuleikskólann Skógarás, Reykjanesbæ.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá skólastjórnendum í tölvupósti skogaras@skolar.is eða eða í síma 420-2300.
Umsóknarfrestur er til 15.desember 2024.
Helstu verkefni og ábyrgð
- skipuleggur sérkennslu á viðkomandi deild í samvinnu við deildarstjóra og sérkennslustjóra og leiðbeinir starfsfólki deildarinnar þannig að starfsfólkið taki þátt í kennslu barna sem þurfa sérkennslu.
- gerir skriflegar einstaklingsnámskrár fyrir hvert barn sem nýtur sérkennslu á deildinni í samráði við deildarstjóra og sérkennslustjóra
- sér um að einstaklingsnámskrám sé framfylgt og þær endurmetnar í samráði við deildarstjóra og sérkennslustjóra
- veitir börnum sem þurfa á sérkennslu að halda sérstaka aðstoð og kennslu
- gætir þess að barn sem nýtur sérkennslu einangrist ekki heldur sé hluti af hópnum og eigi hlutdeild í leikskólastarfinu
- vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu á deildinni og situr fundi og viðtöl með þeim
- situr foreldrafundi sem haldnir eru á vegum leikskólans
- ber að hafa náið samstarf við sérkennslustjóra og sérkennsluráðgjafa vegna barna sem njóta sérkennslu á deildinni
- situr fundi þar sem fjallað er um málefni barna sem þurfa sérfræðiaðstoð eða sérkennslu á deildinni samkvæmt boðun yfirmanns eða hlutaðeigandi aðila
- situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varða starfsemi leikskólans
- sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf kennara eða menntun sem nýtist í starfi s.s. þroskaþjálfi (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Æskileg reynsla af leikskólastarfi
- Áhugi á að vinna með börnum
- Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
- Vilji til að taka þátt í þróun á faglegu starfi og láta til sín taka
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
- Lausnarmiðun
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
- Heilsuhvetjandi starfsumhverfi
- Samgöngustyrkur
- Viðverustefna
- Heilsustyrkur
- Metnaðarfullt starfsumhverfi
- 3 heilsusamlegar máltíðir á dag
- 40% afsláttur af tímagjaldi leikskólabarna í leikskólum Reykjanesbæjar (ef við á)
Auglýsing birt8. nóvember 2024
Umsóknarfrestur15. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Skógarbraut 932, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
Frístundaráðgjafi/leiðbeinandi í Félagsmiðstöðina Hofið
Kringlumýri frístundamiðstöð
Leikskólasérkennari í sérkennsluteymi
Heilsuleikskólinn Kór
Deildarstjóri í teymisvinnu
Heilsuleikskólinn Kór
Leikskólakennari - Heilsuleikskólinn Suðurvellir
Sveitarfélagið Vogar
Leikskólakennari óskast í Krikaskóla
Krikaskóli
Leikskólakennari/Leiðbeinandi
Leikskólinn Skerjagarður
Vilt þú hafa áhrif og móta snillinga framtíðarinnar?
Fífusalir
Í Salaskóla vantar sérfræðing í kennslu og þjálfun
Salaskóli
Leikskólakennari óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból
Leikskólakennari/-liði eða leiðbeinandi, 50-100% starf
Seltjarnarnesbær
Deildarstjóri - Hallgerðargötu
Ungbarnaleikskóli Hallgerðargötu
Leikskólakennari / leiðbeinandi
Ungbarnaleikskólinn Bríetartún