Deildarstjóri öryggisvarðadeildar
Við óskum eftir að ráða framúrskarandi leiðtoga, í nýja stöðu deildarstjóra í deild öryggisvarða, til að sinna stjórnun, þjálfun starfsfólks og almennri öryggisgæslu í miðlægri vaktstöð Bláa Lónsins í Svartsengi. Um er að ræða spennandi stöðu í skemmtilegu starfsumhverfi þar sem viðkomandi fær að taka þátt í að móta starfið. Áhersla er lögð á góðan liðsanda, sjálfstæð vinnubrögð og ríka þjónustulund.
-
Umsjón deildarinnar, mönnun og vaktaskipulag
-
Samskipti við starfsfólk og gesti
-
Fagleg þjálfun starfsfólks og umsjón með verklegum æfingum
-
Önnur tilfallandi verkefni
-
Menntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi
-
Reynsla af leiðtogastörfum
-
Góð íslensku- og ensku kunnátta er skilyrði og önnur tungumálakunnátta er kostur
-
Góð almenn tölvukunnátta
-
Leiðtogahæfni
-
Sveigjanleiki í starfi
-
Æskilegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða.
Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember 2024.
Bláa Lónið er lifandi, skemmtilegur og fjölbreyttur vinnustaður þar sem áhersla er lögð á sífellda þróun og nýsköpun. Með framúrskarandi samvinnu allra starfsmanna er markmiðið að skapa einstaka upplifun fyrir gesti.
Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðssvið Bláa Lónsins, People, Culture & Wellbeing í síma 420-8800.