Norðurorka hf.
Norðurorka hf. rekur fjölbreytta veitustarfsemi á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu.
Meginhlutverk fyrirtækisins er að þjónusta heimili og atvinnulíf með vinnslu og dreifingu á heitu vatni og neysluvatni, rekstri dreifikerfis raforku og rekstri fráveitu.
Norðurorka hf. er reyklaus vinnustaður og starfar skv. vottuðu gæðakerfi (ISO 9001).
Öryggis- og umhverfisstjóri
Erum við að leita að þér?
Spennandi starf hjá Norðurorku.
Starfssvæði Norðurorku er víðfeðmt en fyrirtækið rekur fjölbreytta veitustarfsemi á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu. Norðurorka leggur áherslu á öryggis- og umhverfismál í allri sinni starfsemi og leitast við að vera í fararbroddi á þeim sviðum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rekstur og þróun öryggismála fyrirtækisins
- Umsjón með öryggisstefnu fyrirtækisins, innleiðing markmiða og aðgerðaráætlunar
- Þátttaka í störfum neyðarstjórnar
- Rekstur og þróun umhverfis- og loftlagsmála fyrirtækisins
- Mótun umhverfis- og loftlagsstefnu, innleiðing markmiða og aðgerðaráætlunar
- Verkefni sem stuðla að kolefnisbindingu
- Ábyrgð og umsjón með losunarbókhaldi Norðurorku
- Öflun gagna og upplýsingagjöf um öryggis- og umhverfismál
- Vöktun á árangri í öryggis- og umhverfismálum
- Þátttaka í samstarfi um gæða-, umhverfis-, og öryggismál
- Önnur verk sem til falla og yfirmaður ákveður
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af öryggis- og/eða umhverfismálum
- Reynsla af gæðastarfi er kostur
- Þekking á ISO 45001 sem snýr að heilbrigði og öryggi á vinnustað er kostur
- Mjög góð tölvukunnátta og geta til að tileinka sér nýjungar
- Framúrskarandi samskiptafærni
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
- Sjálfstæði, skipulagshæfni og frumkvæði
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Heilsueflingarstyrkur
- Símtækjastyrkur
- Niðurgreitt mötuneyti
Auglýsing birt4. nóvember 2024
Umsóknarfrestur17. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Rangárvellir 4, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagUmsýsla gæðakerfa
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar