Dekkjahöllin ehf
Dekkjahöllin ehf
Dekkjahöllin ehf

Framkvæmdastjóri

Dekkjahöllin leitar að metnaðarfullum framkvæmdastjóra til að leiða fyrirtækið til áframhaldandi vaxtar og árangurs. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem reynir á framsýni, leiðtogahæfileika og metnað.

Dekkjahöllin er eitt öflugasta dekkjafyrirtæki landsins og er á meðal Framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo árið 2024 og hefur hlotið þá viðurkenningu 15 ár í röð. Dekkjahöllin er umboðsaðili leiðandi framleiðanda dekkja svo sem Continental, Yokohama og Falken sem eru allt framleiðendur í fremstu röð í heiminum og þekktir fyrir vandaðar vörur sem og að stuðla að umferðaröryggi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg starfsemi fyrirtækisins með áherslu á starfsstöðvar á suð-vestur horni landsins.
  • Ábyrgð á framkvæmd stefnumótunar, samhæfing rekstraráætlana og eftirfylgni.
  • Yfirumsjón með rekstri og sölu- og markaðsmálum í samvinnu við aðra stjórnendur félagsins.
  • Eftirlit með starfsemi á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins í samvinnu við rekstrar- og þjónustustjóra.
  • Þróttmikið samstarf við fjármálastjóra og rekstrarstjóra á Akureyri og Egilsstöðum.
  • Uppbygging og þróun mannauðs með áherslu á gæði þjónustu, samstarf innan fyrirtækis og starfsánægju.
  • Uppbygging nýrra starfstöðva.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða víðtæk reynsla af þjónustu eða sölu á bifreiðum, tækjum, dekkjum eða sambærilegu.
  • Reynsla og þekking á stjórnun, rekstri og stefnumótun.
  • Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
Auglýsing birt7. nóvember 2024
Umsóknarfrestur18. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Miðhraun 18, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar