Forstjóri - Nýsköpunarsjóðurinn Kría
Stjórn Nýsköpunarsjóðsins Kríu óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf forstjóra sjóðsins.
Nýsköpunarsjóðurinn Kría er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins sem hefur það hlutverk að hvetja til og auka framboð fjármagns og fjármögnunarkosta til handa sprota- og nýsköpunarfyrirtækja og auka viðnámsþrótt fjármögnunarumhverfisins, í samræmi við markmið laga um Nýsköpunarsjóðinn Kríu, nr. 90/2024. Sjóðurinn hefur jafnframt það hlutverk að hvetja með fjárfestingum sínum einkafjárfesta til þátttöku í fjármögnun nýsköpunar.
Í lögum um Nýsköpunarsjóðinn Kríu, nr. 90/2024, er kveðið á um að ráðherra skipi forstjóra Nýsköpunarsjóðsins Kríu til fimm ára í senn. Um laun og önnur launakjör forstjóra fer skv. 39. gr. a. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Aðsetur sjóðsins er í Kringlunni 7, 103. Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á daglegri starfsemi sjóðsins, fjárreiðum hans og rekstri, þ.m.t. starfsmannahaldi
- Framkvæmd stefnu og ákvarðana stjórnar
- Aðkoma að og eftirfylgni með mótun fjárfestingastefnu
- Mótun tillagna um fjárfestingar og lánveitingar
- Ábyrgð á arðsemi sjóðsins
- Umsjón og umsýsla eigna
- Stjórnarseta í fyrirtækjum og sjóðum fyrir hönd Nýsköpunarsjóðsins Kríu
- Talsmaður sjóðsins og ábyrgð á samskiptum við aðra opinbera aðila í nýsköpunar- og sprotaumhverfinu
Menntun og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af fjárfestingum í fyrirtækjum og sölu fjárfestingareigna
- Reynsla og þekking á sjóðaumhverfinu og fjármögnun sjóða
- Árangursrík reynsla af rekstri, stjórnun og teymisvinnu
- Þekking og reynsla af nýsköpunarumhverfinu
- Próf í verðbréfaviðskiptum er kostur
- Reynsla af stjórnarsetu í fyrirtækjum og/eða stofnunum
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
- Skipulagshæfileikar, sjálfstæði, sveigjanleiki og frumkvæði í starfi
- Mjög góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.