Grand Þvottur ehf
Grand Þvottur ehf var stofnað 2002, fyrirtækið tók yfir starfsemi þvottahús SAK (Sjúkrahúsið á Akureyri) og sameinaðist fatahreinsunum og þvottahúsum á Akureyri.
Markmiðið er að byggja upp stærðarhagkvæmni og geta boðið upp á hagkvæma hágæðaþjónustu á sanngjörnu verði fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga á Norðurlandi.
REKSTRARSTJÓRI
Grand þvottur ehf óskar eftir að ráða öflugan aðila í nýtt starf rekstrarstjóra á Akureyri.
Hér er magnað tækifæri fyrir aðila sem vill taka þátt í að móta og þróa öflugan rekstur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón, stjórn og þátttaka í daglegum rekstri félagsins
- Þjónusta, samningagerð og samskipti við viðskiptavini og birgja
- Framleiðslustýring
- Umsjón með gæða-, hreinlætis, öryggis-, og viðhaldsmálum
- Tekju-og kostnaðarstýring
- Stuðla að og byggja upp góða vinnustaðamenningu
- Umsjón með sjáfbærni og samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins
- Ýmis önnur verkefni í samráði við samstarfsfólk og stjórnendur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Haldbær reynsla sem nýtist í starfi; s.s. á sviði rekstrar, framleiðslu og þjónustu
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
- Leiðtogahæfni, frumkvæði og metnaður í starfi
- Skipulagshæfni og þjónustulund
- Góð tölvukunnátta og ríkur vilji til hagnýtingar tækni og sjálfvirkni. Þekking á DK kostur.
- Reynsla og þekking á tækni- og gæðamálum
- Góð kunnátta í íslensku og ensku
Auglýsing birt5. nóvember 2024
Umsóknarfrestur18. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Freyjunes 1, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaDKFrumkvæðiLeiðtogahæfniMetnaðurSamningagerðSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiSkipulagTeymisvinnaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar