Deildarstjóri flugrekstrar- og skírteinadeildar
Samgöngustofa óskar eftir að ráða deildarstjóra flugrekstrar- og skírteinadeildar. Starfið felst í skipulagningu og mótun deildarinnar, samskiptum við erlenda og innlenda aðila varðandi flugstarfsemi svo og bein þátttaka í verkefnum deildarinnar. Auk þess fylgir starfinu áætlanagerð, stefnumótun og þátttaka í stjórnunarteymi sviðsins. Starfshlutfall er 100%.
Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði og standist bakgrunnskoðun ríkislögreglustjóra vegna flugverndar.
Megin verkefni deildarinnar eru heimildaveitingar og eftirlit með starfsemi leyfisskyldra fyrirtækja í flugstarfsemi, útgáfa flugtengdra skírteina og eftirlit með almennings- og ríkisflugi. Starfinu fylgir einnig þátttaka í alþjóðlegu samstarfi á sviði flugmála, t.d. hjá Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins (EASA) o.fl.
Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á flugi, stöðugum umbótum og er góður liðsmaður. Í boði er áhugavert starf á sviði flugs sem vinnur markvisst að því að einfalda stjórnsýslu og auka skilvirkni í takt við heildarstefnu stofnunarinnar.
- Þarf að hafa eða haft gilt flugliðaskírteini á fjölstjórnarflugvél/þyrlu.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur.
- Umtalsverð menntun og/eða reynsla af starfsemi tengdri flugstarfsemi er nauðsynleg og þekking á laga- og reglugerðaumhverfi á sviði flugmála.
- Farsæl reynsla af stjórnun, uppbyggingu liðsheildar og af markvissu umbótastarfi.
- Góða skipulagshæfileika, leiðtogafærni og faglegur metnaður.
- Nauðsynlegt er að viðkomandi þekki vel til gæða- og öryggisstjórnunarkerfa og úttektaraðferða.
- Mjög góð tök á íslensku og ensku er skilyrði.
- Frumkvæði og fagmennska í starfi og vera agaður/öguð í verkum sínum.
Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum uppá góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.