Samgöngustofa
Samgöngustofa
Samgöngustofa

Deildarstjóri flugrekstrar- og skírteinadeildar

Samgöngustofa óskar eftir að ráða deildarstjóra flugrekstrar- og skírteinadeildar. Starfið felst í skipulagningu og mótun deildarinnar, samskiptum við erlenda og innlenda aðila varðandi flugstarfsemi svo og bein þátttaka í verkefnum deildarinnar. Auk þess fylgir starfinu áætlanagerð, stefnumótun og þátttaka í stjórnunarteymi sviðsins. Starfshlutfall er 100%.

Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði og standist bakgrunnskoðun ríkislögreglustjóra vegna flugverndar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Megin verkefni deildarinnar eru heimildaveitingar og eftirlit með starfsemi leyfisskyldra fyrirtækja í flugstarfsemi, útgáfa flugtengdra skírteina og eftirlit með almennings- og ríkisflugi. Starfinu fylgir einnig þátttaka í alþjóðlegu samstarfi á sviði flugmála, t.d. hjá Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins (EASA) o.fl.

Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á flugi, stöðugum umbótum og er góður liðsmaður. Í boði er áhugavert starf á sviði flugs sem vinnur markvisst að því að einfalda stjórnsýslu og auka skilvirkni í takt við heildarstefnu stofnunarinnar.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þarf að hafa eða haft gilt flugliðaskírteini á fjölstjórnarflugvél/þyrlu.
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur.
  • Umtalsverð menntun og/eða reynsla af starfsemi tengdri flugstarfsemi er nauðsynleg og þekking á laga- og reglugerðaumhverfi á sviði flugmála.
  • Farsæl reynsla af stjórnun, uppbyggingu liðsheildar og af markvissu umbótastarfi.
  • Góða skipulagshæfileika, leiðtogafærni og faglegur metnaður.
  • Nauðsynlegt er að viðkomandi þekki vel til gæða- og öryggisstjórnunarkerfa og úttektaraðferða.
  • Mjög góð tök á íslensku og ensku er skilyrði.
  • Frumkvæði og fagmennska í starfi og vera agaður/öguð í verkum sínum.

Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum uppá góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.

Auglýsing birt5. nóvember 2024
Umsóknarfrestur18. nóvember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ármúli 2, 108 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar