Þjónustufulltrúi - tímabundið starf
Hefur þú ríka þjónustulund, færni í mannlegum samskiptum og hefur gaman af upplýsingatækni? Við leitum að þjónustufulltrúa á þjónustuborð Advania í tímabundna stöðu með möguleika á áframhaldandi starfi. Ráðið er í stöðuna til eins árs.
Sem þjónustufulltrúi kynnist þú fjölbreyttri starfsemi Advania, færð að eiga samskipti við fjölmarga viðskiptavini og kynnist mikið af starfsfólki þvert á fyrirtækið. Það er einnig mikið lærdómstækifæri í starfinu enda munt þú fá að bera ábyrgð á eða taka þátt í mörgum og fjölbreyttum verkefnum innan ólíkra málaflokka ásamt því að læra á þónokkur kerfi sem hjálpa þér að sinna starfinu þínu enn betur.
Starfssvið
Þjónustufulltrúi er í okkar framlínuteymi og gegnir lykilhlutverki í okkar þjónustuásýnd. Starfið felst meðal annars í því að taka við símtölum og beiðnum sem berast til Advania og ýmist leysa málin í fyrstu snertingu eða spyrja réttu spurninganna til að tryggja málum góðan farveg.
Starfsfólk þjónustuborðs sinnir einnig fjölmörgum reglulegum og tilfallandi sérverkefnum þvert á fyrirtækið sem meðal annars tengjast bókhaldi, skjölun, aðgangsstýringum, viðburðum, sem og upplýsingamiðlun og innri þjónustu við bæði starfsfólk og stjórnendur.
Þjónustuborð Advania
Þjónustuborð Advania samanstendur nú þegar af fjórum frábærum einstaklingum og er hópurinn fjölbreyttur bæði í aldri, kyni og áhugamálum. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa virkilega gaman af mannlegum samskiptum, að greina vandamál og elska að veita afburða þjónustu. Á þjónustuborði Advania er lögð rík áhersla á skilvirk vinnubrögð, sjálfvirknivæðingu og einföldun á ferlum.
Hæfnikröfur
- Fyrst og fremst leitum við að einstaklingi með brennandi áhuga á mannlegum samskiptum og ríkan vilja til að veita afburða þjónustu
- Þar sem þjónustufulltrúar starfa þvert á fyrirtækið snerta þau á fjölmörgum mismunandi kerfum og leggjum við því áherslu á að umsækjendur búi yfir góðri almennri tæknikunnáttu og hafi áhuga á upplýsingatækni
- Hreint sakavottorð
Eftirfarandi atriði geta verið kostur en eru ekki krafa:
- Reynsla af því að vinna í Navision bókhaldskerfi
- Reynsla af Service Now eða öðru beiðnakerfi
- Reynsla af Microsoft Office 365