Iðjuþjálfi - Fjölbreytt starf á bráðadeildum
Iðjuþjálfun vill ráða til starfa öflugan liðsmann sem hefur áhuga á fjölbreyttu og líflegu starfi á bráðadeildum Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut. Við bjóðum jafnt velkomna reynslumikla sem og nýútskrifaða iðjuþjálfa í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu.
Á bráðadeildum sinna iðjuþjálfar sjúklingum sem eiga erfitt með athafnir daglegs lífs eftir slys og veikindi. Vinnan felst í mati á færni, þjálfun og ráðgjöf og fer fram á legu- og göngudeildum spítalans fyrir börn sem og fullorðna. Í boði er fjölbreytt og líflegt starf og tækifæri til að öðlast víðtæka þekkingu innan fagsins. Auk þess eru góðir sí- og endurmenntunar möguleikar.
Starfshlutfall er 80-100% eða eftir samkomulagi og unnið er í dagvinnu. Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.