Sumarstörf 2025 - Veitingaþjónusta
Landspítali auglýsir laus til umsóknar sumarstörf í veitingaþjónustu. Leitað er eftir jákvæðum og ábyrgum einstaklingi sem býr yfir lipurð í mannlegum samskiptum, stundvísi og heiðarleika.
Veitingaþjónustan heyrir undir rekstrar- og mannauðssvið Landspítala og rekur eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi, þar sem daglega eru framleiddar um 6.000 einingar fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Deildin rekur einnig 8 matsali og 2 kaffihús undir nafninu ELMA matsalir, þar sem boðið er upp á fjölbreytta þjónustu í bland við nýstárlega sjálfsafgreiðslu. Um 100 manns starfa í samhentri deild veitingaþjónustunnar, þar sem unnið er að fjölbreyttum og mikilvægum verkefnum.
Í boði eru fjölbreytt störf innan veitingaþjónustu:
- Framleiðslueldhúsi við matargerð og uppþvott
- Framleiðslu á heitum og köldum réttum í framleiðslukjarna ELMU
- Afgreiðslu og framleiðslu á léttum réttum á kaffihúsum ELMU
- Aðstoð, undirbúningi í tengslum við útkeyrslu á vörum fyrir matsali og kaffihús ELMU
- Almennri þjónustu og framleiðslustörf
Markmið veitingaþjónustu er að veita framúrskarandi þjónustu við sjúklinga, starfsfólk og gesti spítalans. Starfið er fjölbreytt og gefandi og unnið er í fjölþjóðlegu starfsumhverfi.