Starfsmaður óskast í sjúkrahúsapótek
Viltu breyta til? Langar þig að kynnast öflugu fólki og takast á við skemmtileg verkefni? Þá erum við með rétta starfið fyrir þig. Við bjóðum uppá fjölskylduvænan vinnutíma.
Lyfjaþjónusta Landspítala óskar eftir að ráða öfluga liðsmenn í apótek Landspítala til að þjónusta deildir spítalans, sjúklinga og lyfseðlaafgreiðslu. Í Lyfjaþjónustu Landspítala starfa um 90 lyfjafræðingar, lyfjatæknar og sérhæft starfsfólk. Lyfjaþjónusta er stöðugt að þróa starfsemi sína til að bæta lyfjaöryggi og lyfjaumsýslu á Landspítala. Verkefni Lyfjaþjónustu eru fjölbreytt og fela meðal annars í sér að þjónusta sjúklinga á öllum deildum spítalans með öflun, blöndun, skömmtun og dreifingu lyfja ásamt faglegri upplýsingagjöf um lyf.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.