Hjúkrunarfræðingur í útskriftarteymi Landspítala
Ertu lausnamiðaður og hress hjúkrunarfræðingur sem hefur gaman af samskiptum?
Flæðisdeild óskar eftir að ráða til sín öflugan hjúkrunarfræðing með fjölbreytta starfsreynslu til starfa í útskriftarteymi flæðisdeildar. Leitað er að skipulögðum og lausnamiðuðum einstaklingi sem hefur góða þekkingu á heilbrigðiskerfinu, er góður í samskiptum og nýtur þess að vinna bæði sjálfstætt og í teymum.
Útskriftarteymið er starfsfólki, sjúklingum og aðstandendum til ráðgjafar og aðstoðar við flóknar útskriftir. Á flæðisdeildinni starfa innlagnastjórar og útskriftarteymi þétt saman að því að gera ferðalag sjúklingsins í gegnum Landspítala sem best fyrir hann og hans þarfir hverju sinni. Hópurinn er samstilltur og skemmtilegur. Hvatt er til vettvangsheimsókna til helstu samstarfsaðila sem og símenntunar og fræðslu.
Um er að ræða dagvinnu og möguleiki er á innlagnavöktum samkvæmt nánara samkomulagi. Starfshlutfall er samkomulag og starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.