Sjúkraþjálfari á Landspítala Fossvogi
Sjúkraþjálfun Landspítala í Fossvogi óskar eftir sjúkraþjálfurum. Um er að ræða þrjár stöður, ein ótímabundin og tvær tímabundnar til 12 mánaða. Starfshlutfall 100% eða eftir samkomulagi.
Hér er kjörið tækifæri til að dýpka þekkingu og verða hluti af skemmtilegri og öflugri liðsheild. Sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefst því gott tækifæri til að öðlast fjölþætta reynslu. Sjúkraþjálfun í Fossvogi sinnir bráðadeildum og göngudeildum. Möguleiki er að sinna gæsluvöktum á kvöldin og um helgar.
Í sjúkraþjálfun á Landspítala er lögð áhersla á fagþróun, rannsóknir, kennslu og þverfaglegt samstarf. Boðið verður upp á sérhæfða, markvissa þjálfun í störfin hjá sjúkraþjálfurum innan hverrar sérgreinar.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vinnu er nú 36 stundir. Markmiðið með því er að stuðla að betri heilsu og auka möguleika starfsfólks til að samþætta betur vinnu og einkalíf með bættri nýtingu vinnutíma og gagnkvæmum sveigjanleika. Fríðindi í starfi eru samgöngusamningur o.fl.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf 1. mars 2025 eða eftir samkomulagi.