Leiðbeinandi - viltu hjálpa fólki að losna við verki?
Finnst þér gaman að sjá fólk taka framförum? Hefur þú gaman að nýjungum? Finnst þér gott að geta skilið vinnuna eftir í vinnunni?
OsteoStrong hefur verið starfandi í bráðum 6 ár á Íslandi. Vikulega tökum við á móti um 800 meðlimum á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Með ástundun hjá OsteoStrong einu sinni í viku á innan við tíu mínútum ná meðlimir að styrkja vöðva og bein, bæta jafnvægi, lækka blóðsykur og minnka alls kyns verki svo um munar. Við höfum þegar náð að hjálpa mörgum en sífellt bætist í hópinn og því þurfum við þína hjálp.
Eftirsóknarvert væri að einstaklingur væri sjúkraþjálfi, íþróttafræðingur, hjúkrunarfræðingur eða með aðra fagmenntun og innsýn sem nýtist í starfi.
Einnig koma til greina áhugafólk um heilsu og lífsgæði sem hafa annan bakgrunn. Allir fá kennslu í því hvernig á að sinna meðlimum OsteoStrong og fylgjast með árangri.
Starfið felst í því að leiða meðlimi í gengum æfingar, bóka nýja tíma, fylgjast með skráningu og annað sem til fellur í litlu fyrirtæki. Starfstíminn er frá 8 til 17 flesta daga.
OsteoStrong er rekið í Hátúni 12, Reykjavík og Ögurhvarfi 2, Kópavogi.
Rík þjónustulund, alúð, einlægni, samkennd og hlýja er nauðsynleg.
Hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Stundvísi.
- Þjónustulund.
- Sjálfstæð vinnubrögð.
- Snyrtimennska
- Skipulagshæfni og frumkvæði.
- Góð íslenskukunnátta
Umsókn um starfið þarf að fylgja starsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Eftirsóknarvert væri að umsækjandi gæti hafið störf sem fyrst.
- Starfið felst í því að leiða meðlimi í gengum æfingar, bóka nýja tíma, fylgjast með skráningu og annað sem til fellur í litlu fyrirtæki. Starfstíminn er oftast frá 8 til 17.
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Stundvísi.
- Þjónustulund.
- Sjálfstæð vinnubrögð.
- Snyrtimennska
- Skipulagshæfni og frumkvæði.
- Góð íslenskukunnátta