Hjúkrunarfræðingur á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild 12G við Hringbraut. Hjúkrun skjólstæðinga deildarinnar er mjög fjölbreytt og krefjandi og snýr að einstaklingum sem farið hafa í aðgerðir vegna sjúkdóma í hjarta og lungum. Einnig sinnir deildin bráðainnlögnum sem tengjast brjóstholi og einstaklingum með augnsjúkdóma sem þarfnast innlagnar. Ásamt því aðstoðar deildin aðrar sérgreinar eftir þörfum.
Á deildinni starfa einstaklingar í þverfaglegu teymi og frábær starfsandi ríkir á deildinni sem og mikill faglegur metnaður. Margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu á hjúkrun brjóstholssjúklinga og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum sem og tækifæri til náms.
Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum góða aðlögun. Unnið er á þrískiptum vöktum, starfshlutfall er samkomulag, allt að 100% og eru störfin laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í .