Sumarstörf 2025 - Öryggisþjónusta
Landspítali auglýsir laus til umsóknar sumarstörf í öryggisþjónustu. Leitað er eftir jákvæðum, drífandi og lausnamiðuðum einstaklingum með ríka þjónustulund og sem eru sveigjanlegir í starfi. Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli samskiptahæfni og getu til að mæta þörfum ólíkra hópa, hafa auga fyrir umbótum og stuðla að jákvæðum starfsanda og starfsumhverfi á fjölþjóðlegum vinnustað.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi og býður upp á lifandi starfsumhverfi og gefandi samstarf. Öryggisþjónusta skiptist í eftirlit og vaktmiðstöð. Eftirlit felst meðal annars í að bregðast við útköllum á deildir, reglulegum eftirlitshringjum og aðstoð við rekstrarþjónustu eftir þörfum. Vaktmiðstöð fylgist með öryggis- og eftirlitskerfum spítalans. Meginhlutverk öryggisþjónustu er að tryggja góða þjónustu fyrir allar deildir spítalans, (s.s. flutningsþjónustu, öryggisþjónustu, símaþjónustu, móttökuþjónustu) og ýmsa almenna þjónustu sem styður við daglega starfsemi á spítalanum.
Leitast er eftir fólki í vaktavinnu. Unnið er á 8 tíma vöktum, 12 tímar um helgar, allan sólahringinn. Vinnuvika starfsfólks í dagvinnu er nú 36 stundir. Vinnuvika í fullri vaktavinnu er einnig 36 stundir en getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmið með styttingu vinnuvikunnar er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari.