Hjúkrunarnemar 1. og 2. árs á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild
Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild 12G á Landspítala við Hringbraut óskar eftir að ráða jákvæða og þjónustulundaða hjúkrunarnema á 1. og 2. ári. Viðkomandi þarf að hafa ríka samskipta- og samstarfshæfni og eiga auðvelt með að vinna í teymi. Um er að ræða hlutastörf með námi með möguleika á áframhaldandi sumarstarfi eða starfi sem hjúkrunarfræðingur að námi loknu. Unnið er í vaktavinnu. Starfshlutfall og upphaf starfs er samkomulag.
Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild er 14 rúma legudeild sem tilheyrir hjarta- og æðaþjónustu og er staðsett á 2. hæð á Landspítala á Hringbraut.
Hjúkrun skjólstæðinga deildarinnar er mjög fjölbreytt og krefjandi og snýr að sjúklingum sem farið hafa í aðgerðir vegna sjúkdóma í hjarta og lungum. Einnig sinnir deildin bráðainnlögnum sem tengjast brjóstholi og sjúklingum með augnsjúkdóma sem þarfnast innlagnar. Ásamt því aðstoðar deildin aðrar sérgreinar eftir þörfum.
Á deildinni starfar áhugasamur hópur ýmissa starfstétta s.s. lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og hjúkrunarritara, auk stoðstétta sem koma eftir þörfum s.s. sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa. Á deildinni er lögð áhersla á öryggi sjúklinga og starfsmanna, samvinnu teyma og stöðugar umbætur.
Við leggjum áherslu á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og veita góða og markvissa aðlögun.