Sumarstörf 2025 - Deildaþjónusta
Landspítali auglýsir laus til umsóknar sumarstörf í deildaþjónustu. Leitað er eftir jákvæðum og ábyrgum einstaklingum sem búa yfir lipurð í mannlegum samskiptum, stundvísi og heiðarleika.
Deildaþjónusta veitir mikilvæga þjónustu á deildum spítalans með rekstrarvörur og lín m.a. birgðastýringu, pantanir, áfyllingar og aðra þjónustu er varðar vörur og lín á deildum skv. þjónustusamningum. Einnig sér teymið um að afgreiða og fylla á fataafgreiðslur spítalans þar sem starfsmenn fá afgreiddan starfsmannafatnað.
Markmið deildaþjónustu er að veita framúrskarandi þjónustu við deildir spítalans og létta þannig undir með klínískri starfsemi. Starfið er fjölbreytt og gefandi og er starfsmaður í miklu samstarfi við annað starfsfólk teymisins sem og starfsfólk deilda.
Deildaþjónusta er hluti af aðfangaþjónustu Landspítala sem tilheyrir sviði rekstrar- og mannauðs. Teymið er staðsett við Hringbraut og í Fossvogi og er unnið í dagvinnu.