

Hjúkrunarfræðingar nýútskrifaðir óskast á starfsþróunarár á ýmsar deildir 2025-2026
Hefur þú áhuga á virkri starfsþróun á fyrsta árinu þínu í starfi?
Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar óskast á ýmsar deildir Landspítala. Öll taka þau þátt í sérstöku starfsþróunarári en markmið þess er að auka hæfni til að takast á við áskoranir í starfi, stuðla að auknum gæðum hjúkrunar og öryggi sjúklinga, auk þess að efla fagmennsku og ánægju í starfi.
Menntadeild Landspítala skipuleggur starfsþróunarárið með hliðsjón af stöðlum frá American Association of Colleges of Nursing. Frá miðjum september 2025 og fram í apríl 2026 verður boðið upp á reglulega fræðsludaga, þar sem fjölbreyttum kennsluaðferðum er beitt, þar með talið hermikennslu.
Vinsamlegast skráið sérstakar óskir um deildir undir "Annað". Ráðgjöf um val á deild á Landspítala er hægt að fá hjá Eygló Ingadóttur, verkefnastjóra () á skrifstofu hjúkrunar.
Upphaf starfa er samkvæmt samkomulagi og er starfshlutfall að jafnaði 80-100%.






























































