

Við leitum að kraftmiklum liðsfélaga á veitingastaðinn INTRO
Við leitum að kraftmiklum liðsfélaga á veitingastaðinn INTRO í Höfðatorgi
INTRO er hádegisverðarstaður í einstöku og fallegu umhverfi í Höfðatorgi. Við leggjum metnað í ferskan og vandaðan mat, hlýlegt andrúmsloft og frábæra þjónustu. Nú leitum við að öflugum og áhugasömum einstaklingi til framtíðarstarfa með okkur – einhverjum sem vill vaxa og þróast með staðnum.
Um starfið
Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt – kjörið fyrir manneskju sem hefur gaman af fjölbreyttum verkefnum og lifandi starfsvinnuumhverfi.
Verkefnin eru m.a.:
-
Umsjón með samfélagsmiðlum og markaðsefni
-
Samskipti við viðskiptavini og þjónusta í sal
- Daglegt uppgjör og umsjón með kassakerfi
-
Samvinna og teymisvinna í eldhúsi og sal
-
Ýmis eldhússtörf og aðstoð við undirbúning og frágang
- tilfallandi verkefni sem snúa að viðburðarþjónustu
INTRO er staður sem er í stöðugri þróun og það á einnig við um þetta starf. Það mótast áfram í samstarfi við þann sem gegnir því.
Við leitum að þér sem:
-
Hefur metnað, frumkvæði og jákvætt viðhorf
-
Ert sveigjanleg/ur og getur unnið sjálfstætt sem og í teymi
-
Hefur áhuga á mat, þjónustu og samfélagsmiðlum
-
Ert skipulögð/aður og lausnamiðuð/aður
Reynsla úr veitingarekstri eða þjónustu er kostur en ekki skilyrði – við kennum það sem þarf!
Hljómar þetta spennandi?
Sendu okkur stutt kynningarbréf og ferilskrá á [email protected] eða kíktu við og spjallaðu við okkur :)













