Iðjuþjálfi - Fjölbreytt starf á Landakoti
Iðjuþjálfun vill ráða til starfa öflugan liðsmann sem hefur áhuga á fjölbreyttu og líflegu starfi innan endurhæfingar á öldrunarlækningadeildum á Landakoti. Við bjóðum jafnt velkominn reynslumikla sem og nýútskrifaða iðjuþjálfa í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu.
Á Landakoti fer fram greining og mat á heilsufari aldraðra auk endurhæfingar. Mikil áhersla er á þverfaglega teymisvinnu og gegna iðjuþjálfar þar mikilvægu hlutverki við að meta færni einstaklinga við daglegar athafnir, þjálfa, aðlaga umhverfi og endurmeta við lok innlagnar. Í boði er fjölbreytt og líflegt starf og tækifæri til að öðlast víðtæka þekkingu innan fagsins. Auk þess eru góðir sí- og endurmenntunar möguleikar.
Starfshlutfall er 80-100% eða eftir samkomulagi og unnið er í dagvinnu. Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.