Launafulltrúi
Starf launafulltrúa á launadeild Landspítala er laust til umsóknar. Um er að ræða dagvinnustarf sem felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Við sækjumst eftir öflugum einstaklingi sem er lausnamiðaður, fljótur að læra og tileinka sér hlutina, með ríka þjónustulund, góða samskiptahæfni og sýnir frumkvæði, nákvæmni og aga í vinnubrögðum.
Launadeild heyrir undir skrifstofu mannauðsmála og þar starfa 17 aðilar í nánu samstarfi við starfsfólk spítalans. Meginverkefni launadeildar eru að tryggja að launavinnsla, afgreiðsla launa og launatengdra mála hljóti afgreiðslu í samræmi við samninga, lög, verklagsreglur og leiðbeiningar. Móttaka, úrvinnsla, skráning og varsla launagagna eru grundvallarþættir í starfsemi deildarinnar, sem og aðstoð og leiðbeiningar til starfsfólks og stjórnenda. Unnið er í Orra fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins og Vinnustund.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. febrúar eða eftir nánara samkomulagi. Í boði er stytting vinnuvikunnar, góð vinnuaðstaða, verkefnamiðað vinnurými og gott mötuneyti.